Heilbrigðisþjónusta Fjallabyggðar: Viðhorf íbúa í kjölfar mikilla samfélagsbreytinga
Lykilorð:
Dreifbýli, heilbrigðisþjónusta, jöfnuður í heilsu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, viðhorf notendaÚtdráttur
Markmið greinarinnar er að kynna niðurstöður rannsóknar á viðhorfum íbúa Fjallabyggðar til aðgengis að heilbrigðisþjónustu, fjölbreytileika hennar og gæða, í kjölfar niðurskurðar og hagræðingar sem efnahagshrun ársins 2008 krafðist og Héðinsfjarðargöngin gerðu mögulega. Notuð var blönduð aðferð með umbreytingarsniði. Fyrst var gögnum safnað með spurningalistum (svarhlutfall 53% árið 2009 og 30% árið 2012), sem fylgt var eftir með tíu viðtölum (2009 og 2014). Niðurstöðurnar voru samþættar og túlkaðar innan vistfræðilíkans Bronfenbrenner sem snýr að gagnkvæmum áhrifum einstaklings og umhverfis. Marktækt minni ánægja var með aðgengi og fjölbreytileika heilbrigðisþjónustunnar árið 2012 eftir sameiningu og niðurskurð í heilbrigðisþjónustunni. Grundvallaratriði fyrir líf á dreifbýlu svæði töldu íbúar vera góða heilsugæslu, góða umönnun aldraðra innan sveitafélagsins, eitthvert frelsi í vali á heilbrigðisþjónustu og áreiðanlega þjónustu í neyðartilvikum. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að bættar samgöngur hafi átt þátt í jákvæðri þróun í heilbrigðisþjónustu Fjallabyggðar og aukið jöfnuð og mannréttindi íbúanna en að niðurskurður ríkisins til heilbrigðismála hafi haft neikvæð áhrif á viðhorf þeirra.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).