Skortur og heilsa Íslendinga fyrir og eftir bankahrun
Lykilorð:
Skortur, heilsa, Íslendingar, bankahrunÚtdráttur
Í kjölfar hruns íslensku bankanna árið 2008 urðu töluverðar breytingar á íslensku samfélagi. Tekjudreifing breyttist þegar kaupmáttur lækkaði mikið í kjölfar falls krónunnar. Á sama tíma minnkaði ójöfnuður m.a. vegna samþjöppunar í efri hluta tekjudreifingar. Í greininni er lagt mat á hugsanleg áhrif þessara breytinga á heilsu fólks. Stuðst er við kenningar um félagslegan samanburð til að greina tengsl milli skorts og heilsu fólks árin 2007, 2009 og 2012 með gögnum rannsóknaraðarinnar Heilsa og líðan Íslendinga. Öll þrjú árin sýna tölfræðilega marktæk samvirkniáhrif milli hlutlægs skorts, afstæðs skorts og mats á eigin líkamlegri heilsu. Þessi samvirkniáhrif breyttust ekki marktækt yfir tíma. Þó að bæði afstæður og hlutlægur skortur hafi aukist milli ára hafa þær breytingar ekki haft áhrif á mat fólks á eigin líkamlegri heilsu. Mögulega hafa áhrif kreppunnar á mati fólks á eigin heilsu ekki komið fyllilega fram. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að bæði í þenslunni fyrir hrun, sem og í kjölfar falls bankanna, eru merkjanleg tengsl milli skorts og heilsu.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi
Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).