„Þessi veröld sem við búum í var skrifuð af körlum, um karla og fyrir karla“
Viðhorf og upplifun kvenna í stjórnum fyrirtækja á Akureyri til kynjakvóta
Lykilorð:
Jafnrétti, Kynjakvóti, Konur, Stjórnir fyrirtækjaÚtdráttur
Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Akureyri og kanna viðhorf þeirra til kynjakvótalaganna og upplifun þeirra af þeim. Notaðar voru upplýsingar frá Creditinfo um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja, tekin viðtöl við stjórnarfólk og framkvæmd spurningalistakönnun. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: (1) Hvert er hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Akureyri á árunum 2011–2017? (2) Hefur konum í stjórn fyrirtækja á Akureyri fjölgað eða fækkað meira á árunum 2011–2017 miðað við almennt á Íslandi? (3) Hver eru viðhorf stjórnarmanna fyrirtækja á Akureyri til kynjakvóta og hver er upplifun þeirra af honum? Niðurstöður sýna að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja á Akureyri með 50 starfsmenn eða fleiri var 14% árið 2011 og fór í 36% árið 2017. Hlutfallsleg hækkun var meiri hjá fyrirtækjum af þessari stærðargráðu á Akureyri en almennt á Íslandi. Viðhorfið til kynjakvótans var almennt jákvætt og töldu sumir hann nauðsynlega aðgerð til að jafna kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja og breyta ríkjandi viðhorfum innan samfélagsins, en upplifðu samt litlar breytingar eftir að hann var bundinn í lög. Mikilvægt er að setja viðurlög á fyrirtæki sem ekki uppfylla skilyrði um að minnsta kosti 40% hlutfall kvenna eða karla í stjórnum fyrirtækja því aðeins þannig er hægt að nýta mannauð samfélagsins sem skyldi.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).