Skammtímaáhrif Héðinsfjarðarganga á mannfjöldaþróun í Fjallabyggð

Höfundar

  • Þóroddur Bjarnason
  • Kjartan Ólafsson

Lykilorð:

Byggðaþróun, samgöngubætur, Fjallabyggð

Útdráttur

Víða á Vesturlöndum hefur fólki fjölgað utan stórborga á undanförnum áratugum. Á Íslandi hefur fólksfækkun einkum verið bundin við fámenn svæði sem búa við einhæft atvinnulíf og umtalsverða fjarlægð frá stærri byggðakjörnum. Viðamiklum samgöngubótum á borð við Héðinsfjarðargöngin er meðal annars ætlað að efla byggðir og stemma stigu við fólksfækkun á slíkum svæðum. Fyrstu niðurstöður rannsóknar á áhrifum Héðinsfjarðarganganna benda til þess að byggðakjarnar á Norðurlandi hafi almennt gefið eftir í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 og að fólksfækkun í Ólafsfirði sé nálægt meðaltali þeirra. Hins vegar hefur íbúafækkun á Siglufirði nánast stöðvast og sterkar vísbendingar eru um fólksfjölgun sem ekki kemur fram í þjóðskrá vegna vanskráningar og seinkaðra flutningstilkynninga. Konum á barneignaraldri og börnum undir fimm ára aldri hefur fjölgað eftir göng og flutningsjöfnuður hefur batnað til muna, sérstaklega á Siglufirði. Loks hefur byggðafesta aukist meðal unglinga og fullorðinna á aldrinum 26–40 ára. Fyrstu niðurstöður gefa því sterkar vísbendingar um að Héðinsfjarðargöngin muni hafa tilætluð áhrif á norðanverðum Tröllaskaga, einkum á Siglufirði, en langtímaáhrifin munu koma í ljós á næstu árum og áratugum.

Um höfund (biographies)

Þóroddur Bjarnason

Prófessor við Háskólann á Akureyri.

Kjartan Ólafsson

Lektor við Háskólann á Akureyri.

Niðurhal

Útgefið

15.10.2023

Hvernig skal vitna í

Bjarnason, Þóroddur, & Ólafsson, K. (2023). Skammtímaáhrif Héðinsfjarðarganga á mannfjöldaþróun í Fjallabyggð. Íslenska þjóðfélagið, 5(1), 25–48. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3757

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>