Frá ritstjórum

Höfundar

  • Ingi Rúnar Eðvarðsson
  • Þóroddur Bjarnason

Útdráttur

Íslenska þjóðfélagið: Tímarit Félagsfræðingafélags Íslands hóf göngu sína 1. janúar 2010 og er fjórða útgáfuár þess því nú á enda. Tímaritinu var ætlað að endurspegla fjölbreytileika íslensks þjóðfélags sem vettvangur rannsókna sem nálguðust margvísleg viðfangsefni á grundvelli ólíkra aðferðafræðilega hefða. Það er mat ritstjóra að það hafi að mörgu leyti tekist vel. Þær nítján greinar sem birst hafa í fyrstu fjórum árgöngum tímaritsins spanna allt frá jafnréttismálum til búferlaflutninga, frá afrekísþróttamönnum til atkvæðavægis og frá kúrekamyndum til stéttaskiptingar. Auk framlaga félagsfræðinga er þar að finna framlög fræðimanna á sviði afbrotafræði, kynjafræði, menntunarfræði, stjórnmálafræði, sálfræði, landfræði, viðskiptafræði og hagfræði. Niðurstöður byggja meðal annars á spurningakönnunum, djúpviðtölum, opinberum gögnum, innihaldsgreiningu dagblaða, ljósvakamiðla og fjölmiðla, og kenningalegri greiningu. Um helmingur höfunda er með fasta stöðu við íslenska eða erlenda háskóla en um helmingur starfar á margvíslegum öðrum vettvangi eða stundar framhaldsnám í félagsfræði eða skyldum greinum.

Um höfund (biographies)

Ingi Rúnar Eðvarðsson

Prófessor við Háskóla Íslands.

Þóroddur Bjarnason

Prófessor við Háskólann á Akureyri.

Niðurhal

Útgefið

15.10.2023

Hvernig skal vitna í

Eðvarðson, I. R., & Bjarnason, Þóroddur. (2023). Frá ritstjórum. Íslenska þjóðfélagið, 4(1), 3–4. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3749

Tölublað

Kafli

Frá ritstjórn

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>