Aðgengi hælisleitenda að íslenskum vinnumarkaði
Lykilorð:
hælisleitendur, vinnumarkaður, viðkvæm staða, skrifræði, atvinnaÚtdráttur
Markmið þessarar greinar er greina frá niðurstöðum könnunar um aðgengi hælisleitenda að íslenskum vinnumarkaði á meðan þeir eru í hælisumsóknarferli. Kannað var hversu vel hælisleitendum gekk að komast inn á íslenskan vinnumarkað og hvort samræmi væri á milli lagalegrar heimildar þeirra til að sækja um atvinnuleyfi og raunverulegs aðgengis að vinnumarkaðnum. Greinin byggist á vettvangsathugunum og viðtölum við hælisleitendur. Þrátt fyrir að flestir viðmælendur hafi viljað geta unnið fyrir sér reyndist aðgengi þeirra að vinnumarkaðnum takmarkað. Nokkrir viðmælendanna reyndu að sækja um atvinnuleyfi og lögðu mikið á sig til að finna vinnu og halda henni. Helstu hindranirnar í vegi fyrir þátttöku á vinnumarkaðnum var lagaleg staða þeirra, langdregið umsóknarferli og bið eftir kennitölu. Helstu niðurstöður greinarinnar eru að erfitt var fyrir hælisleitendur að fá aðgang að íslenskum vinnumarkaði sem gat leitt til félagslegrar útilokunar þeirra. Þessar hömlur að vinnumarkaðnum settu hælisleitendur í viðkvæma stöðu gagnvart atvinnurekendum og ríkinu.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).