Atvinna og atvinnustefna hins opinbera í dreifbýli: Reynsla kvenna og karla á sunnanverðum Vestfjörðum
Lykilorð:
Atvinnustefna, stjórnvaldsaðgerðir, dreifbýli, kynjahalli, jafnrétti, VestfirðirÚtdráttur
Í greininni er fjallað um atvinnu og atvinnuuppbyggingu í dreifbýli, hvernig hún horfir við íbúum á landsbyggðinni og hvaða áhrif hún hefur á stöðu kynjanna. Seinni hluta síðustu aldar einkenndust aðgerðir stjórnvalda af tilraunum til að bregðast við samdrætti í landbúnaðarframleiðslu, of stórum skipastóli og minnkandi afla. Margt bendir til þess að skammtímasjónarmið og skortur á heildarstefnumótun og langtíma-markmiðum hafi hamlað árangri á þessu sviði. Í greininni er fjallað um atvinnustefnu stjórnvalda í ljósi reynslu kvenna og karla á sunnanverðum Vestfjörðum, sem skil-greindir eru sem „varnarsvæði“ í búsetuþróun. Fram kemur að hin opinbera atvinnu-stefna hefur orðið mörgum á landsbyggðinni dýrkeypt og tortryggni gætir gagnvart stjórnvaldsaðgerðum. Karlar hafa bitra reynslu af stórtækum uppbyggingaráformum stjórnvalda í einstökum atvinnugreinum meðan konur telja sig eiga erfiðara uppdráttar en karlar hvað varðar styrki og stuðning. Enda þótt kveðið hafi verið á um jafn-réttissjónarmið í opinberri stefnumótun síðan í lok síðustu aldar hafa atvinnuskapandi aðgerðir ekki tekið mið af mismunandi aðstæðum og möguleikum kvenna og karla. Brýnt er að atvinnu- og byggðastefna byggist á vel ígrunduðum langtímasjónarmiðum og taki mið af kynja- og jafnréttissjónarmiðum.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi
Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).