Óhefðbundin heilbrigðisþjónusta „að læðast inn bakdyramegin“

Höfundar

  • Sveinn Guðmundsson

Lykilorð:

Óhefðbundnar lækningar, Viðbótarmeðferð, Hjúkrun, Heilbrigðiskerfið, Mannfræði, Heildræn heilsa

Útdráttur

Í þessari grein verður greint frá rannsókn á stöðu óhefðbundinnar heilbrigðisþjónustu í tengslum við opinbera heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Rannsóknin var unnin m.a. með viðtölum við hjúkrunarfræðinga og þátttökuathugunum þar sem litið er til reynslu hjúkrunarfræðinga af því að vinna með óhefðbundnar eða viðbótarmeðferðir. Þrátt fyrir skort á opinberri stefnu um notkun óhefðbundinna og viðbótarmeðferða á heilbrigðisstofnunum hefur hluti íslenskra heilbrigðisstarfsmanna fundið þeim stað í starfi sínu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hjúkrunarfræðingarnir í rannsókninni sýni óhefðbundnum og viðbótar[1]meðferðum talsverðan áhuga og noti þær á ýmsa vegu. Ef vinnustaður þeirra er jákvæður í garð meðferðanna reyna sumir hjúkrunarfræðinganna að beita þeim þar. Ef svo er ekki finnst hjúkrunarfræðingunum þeir þurfa að leyna áhuga sínum á þeim og/eða vinna á eigin vegum utan heilbrigðis[1]kerfisins. Allir viðmælendurnir töldu vanta stefnumótun og rannsóknir varðandi meðferðirnar og vildu sjá meiri samvinnu milli opinberrar og óhefðbundinnar heilbrigðisþjónustu. Margt bendir til þess að í dag ríki hvorki tvíhliða né samþætt kerfi á Íslandi, heldur sé til staðar ákveðið millibilsástand þar sem samvinna á sér stað á ákveðnum sviðum en ekki öðrum.

Um höfund (biography)

  • Sveinn Guðmundsson

    Doktor í mannfræði.

Niðurhal

Útgefið

20.01.2022

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar