Þróun og sérsvið íslenskrar félagsfræði

Höfundar

  • Þóroddur Bjarnason
  • Helgi Gunnlaugsson

Útdráttur

Árið 2004 kom út safnritið Íslensk félagsfræði: Landnám alþjóðlegrar fræðigreinar (Þórodd[1]ur Bjarnason og Helgi Gunnlaugsson, 2004a). Formála bókarinnar ritaði Jóhannes Nordal (2004) fyrrverandi seðlabankastjóri sem fyrstur Íslendinga lauk doktorsprófi frá London School of Economics árið 1953.

Umtalsverðar breytingar hafa orðið á stöðu félagsfræðinnar hér á landi á þeim árum sem liðin eru frá útgáfu bókarinnar um íslenska félagsfræði. Sérstaklega má þar nefna umbyltingu framhaldsnáms í félagsfræði á Íslandi. Fyrsti meistaraneminn í félagsfræði útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2002 og fyrsti doktorsneminn árið 2012. Í árslok 2017 höfðu alls um eitt hundrað nemendur lokið meistaranámi og sjö doktorsnámi í félagsfræði frá Háskóla Íslands. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri var stofnuð árið 2002 og er félagsfræðin þar ein helsta undirstaða náms í almennum félagsvísindum. Fyrsti nemandinn lauk rannsókna[1]tengdu meistaranámi vorið 2016 og á annan tug nemenda stundar nú slíkt nám við Háskólann á Akureyri. Haustið 2017 veitti mennta- og menningarmálaráðuneytið Háskólanum á Akur[1]eyri jafnframt viðurkenningu á námi í félagsfræði á doktorsstigi og mun félagsfræði verða ein helsta stoð þverfaglegs doktorsnáms í byggðafræði við háskólann.

Um höfund (biographies)

Þóroddur Bjarnason

Prófessor við Háskólann á Akureyri.

Helgi Gunnlaugsson

Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

21.12.2017

Hvernig skal vitna í

Bjarnason, Þóroddur, & Gunnlaugsson, H. (2017). Þróun og sérsvið íslenskrar félagsfræði. Íslenska þjóðfélagið, 8(2), 5–16. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3852

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>