Líðan og framtíðarsýn ungmenna á Austurlandi
Lykilorð:
Ungmenni, viðhorf, dreifbýli, kyn, lengd búsetu, ættartengsl, fjölskylduhagirÚtdráttur
Í þessari rannsókn voru könnuð viðhorf 144 ungmenna á aldrinum 15-22 ára með lögheimili á Austurlandi til framtíðarbúsetu á svæðinu. Flest voru nemendur við Menntaskólann á Egilsstöðum. Helstu niðurstöður eru þær að líðan og framtíðarsýn ákvörðuðust einkum af kyni, ættartengslum og lengd búsetu, en menntunaráform fóru meir eftir fjölskylduhögum. Piltar voru almennt ánægðari en stúlkur með stöðu sína og möguleika í hinu staðbundna samfélagi og fremur reiðubúnir til að vera þar til frambúðar. Viðhorf voru bæði einstaklingsbundin og tengd aldursháðum breytingum í lífi ungmennanna. Ungmenni sem búið höfðu lengur en 10 ár á Austurlandi áttu yfirleitt mikil ættartengsl og bjuggu í kjarnafjölskyldum með báðum foreldrum. Flest þeirra halda tryggð við svæðið og eru bjartsýn um áframhaldandi búsetu. Ungmenni sem búið hafa stutt á Austurlandi búa mörg með einstæðu foreldri eða öðru foreldrinu og fósturforeldri. Sum þeirra eru örugg og vongóð um framtíðina, en önnur, einkum stúlkur, svartsýnni og tilbúin til að flytja af svæðinu.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).