Íslenskar landsbyggðir og byggðafélagsfræði
Lykilorð:
Byggðafélagsfræði, landsbyggðir, félagsfræði félagsfræðinnar, búferlaflutningarÚtdráttur
Samanburður fjölbreyttra, síbreytilegra nútímasamfélaga við hefðbundin landbúnaðarsamfélög fyrri tíma var frumkvöðlum félagsfræðinnar hugleikinn. Á 20. öldinni þróaðist byggðafélagsfræðin sem sérsvið félagsfræðinnar sem fjallaði um eðli og þróun samfélaga í sveitum, þorpum og bæjum og tengsl þeirra við stórar og smáar borgir. Þannig skarast byggðafélagsfræðin við margvíslegar aðrar undirgreinar félagsfræðinnar, jafnframt því sem hún er ein helsta stoðgrein þverfaglegra byggðarannsókna. Á Íslandi hófust rannsóknir á þessu sviði á síðari hluta 20. aldar en byggðafélagsfræðin skaut þó ekki djúpum rótum í íslensku fræðasamfélagi fyrr en undir lok síðustu aldar. Rannsóknir allmargra íslenskra félagsfræðinga hafa skýra skírskotun til byggðamála en jafnframt hafa margir hagfræðingar, landfræðingar, mannfræðingar, stjórnmálafræðingar og sérfræðingar í öðrum greinum félagsvísindanna lagt þar hönd á plóg. Í þessari yfirlitsgrein er fjallað um stöðu byggðafélagsfræðilegrar þekkingar á búferlaflutningum, atvinnu- og efnahagsþróun, menntun, verslun og þjónustu, félagslegum tengslum og öðrum búsetugæðum með tilvísunum til á annað hundrað birtra rannsókna. Bent er á ýmis viðfangsefni sem lítt hafa verið skoðuð frá sjónarhóli byggðamála og framtíðarhorfur byggðafélagsfræðinnar metnar.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).