Samgöngur og byggðaþróun: Samfélagsleg áhrif Héðinsfjarðarganga
Lykilorð:
Samgöngur, Héðinsfjarðargöng, jarðgöng, FjallabyggðÚtdráttur
Samgöngubætur geta haft veruleg áhrif á byggðaþróun með þéttari tengslum milli byggðarlaga og í opinberri stefnumótun er lögð áhersla á stækkun atvinnu- og þjónustusvæða. Niðurstöður sjö ára rannsóknar á samfélagslegum áhrifum Héðinsfjarðarganganna sýna að umferð hefur aukist umfram spár. Talsverð vinnusókn er nú milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og mikill meirihluti íbúanna sækir verslun, þjónustu, viðburði eða félagsstarf milli kjarnanna. Efnahagslíf í Fjallabyggð hefur eflst og aukin ánægja er með vöruverð og fjölbreytni í verslun. Siglufjörður er orðinn hluti ferðamannasvæðis Eyjafjarðar og áfangastaður ferðamanna milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins. Gistingum ferðamanna hefur þó ekki fjölgað og spár um aukna umferð á hringleið um Skagafjörð og Eyjafjörð ekki gengið eftir. Talsverð hagræðing hefur orðið hjá ríki og sveitarfélagi en þar gætir einnig áhrifa hrunsins. Aukin ánægja er með menntunartækifæri en minni ánægja með löggæslu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Rígur virðist ekki hafa aukist milli byggðakjarnanna þótt Ólafsfirðingar telji á sig hallað í opinberri starfsemi. Til skemmri tíma hefur fólki fjölgað á Siglufirði en ekki í Ólafsfirði. Yngri konum, börnum og erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað og yngra fólk er tilbúnara til að búa áfram í Fjallabyggð. Langtímaáhrif Héðinsfjarðarganganna munu koma í ljós á næstu áratugum og mikilvægt að fylgja þeim eftir með skipulögðum hætti.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi
Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).