Fordómar og geðræn vandamál: Samanburður á þremur löndum
Lykilorð:
Geðræn vandamál, fordómar, samanburðarrannsóknir, Bandaríkin, Ísland, ÞýskalandÚtdráttur
Rannsóknir hafa leitt í ljós að fordómar og neikvæð viðhorf í garð þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða eru afar útbreidd, en slík viðhorf virðast skerða lífsgæði og batahorfur einstaklinga sem þjást af vandamálum af þessum toga. Í þessari grein notum við spurningalistakönnun til þess að meta umfang og orsakir neikvæðra fordóma meðal almennings í þremur löndum: Íslandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi. Niðurstöður okkar staðfesta verulega útbreiðslu fordóma og neikvæðra viðhorfa í öllum þremur löndunum. Jafnframt kemur í ljós að fólk í öllum löndunum sýnir neikvæðari viðbrögð gagnvart ein staklingum sem eiga við geðrænt vandamál að stríða þegar það skilgreinir ástandið sem sjúk dóm. Loks benda niðurstöður til þess að fordómar og neikvæð viðhorf gagnvart þessum hópi hafi minni útbreiðslu á Íslandi og Þýskalandi en í Bandaríkjunum.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi
Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).