Háskólanemar í grunnnámi við Menntavísindasvið HÍ. Fjarnám, lykill að háskólanámi fyrir stúdenta með fjölbreyttan bakgrunn

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2022.13

Lykilorð:

óhefðbundnir stúdentar, fjarnám, eldri háskólanemar, stéttarstaða háskólanema, nám með vinnu

Útdráttur

Á síðustu árum hefur víða verið stefnt á að hækka hlutfall háskólamenntaðra borgara og auðvelda þátttöku allra samfélagshópa í háskólanámi. Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands hefur fjarnám verið í boði á flestum námsleiðum, en það auðveldar aðgengi og gerir fólki kleift að stunda háskólanám með vinnu og skuldbindingum vegna fjölskyldu. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða þættir í bakgrunni spá fyrir um að nemar á Menntavísindasviði velji fjarnám. Niðurstöður sýna að eldri stúdentar og þeir sem vinna meira en 30 klst. á viku með námi velja frekar fjarnám. Háskólanemar sem eiga foreldra sem báðir eru án háskólamenntunar velja frekar fjarnám en stúdentar þar sem báðir foreldrar eru háskólamenntaðir. Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins velja frekar fjarnám en það er mikil einföldun að telja fjarnám vera fyrst og fremst fyrir fólk á landsbyggðinni heldur opnar það möguleika fyrir stóran hóp óhefðbundinna stúdenta til að sækja sér háskólamenntun. Erlendar rannsóknir hafa bent til að hærri aldur stúdenta, það að vera fyrsta kynslóð sinnar fjölskyldu í háskólanámi, vera með fjölskyldu og vinna mikið með námi hafi tengsl við hæga námsframvindu og brotthvarf frá námi. Stór hluti stúdenta á Menntavísindasviði og þá einkum fjarnemar á ákveðnum námsleiðum fellur í þessa hópa og telja höfundar því mikilvægt að fylgjast með hvort munur sé á framvindu ólíkra hópa og gera ráðstafanir til að styrkja stúdenta út frá kringumstæðum þeirra. Það er ekki nóg að bjóða upp á fjarnám – það þarf að skapa viðunandi námsaðstæður.

Um höfund (biographies)

Amalía Björnsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Amalía Björnsdóttir (amaliabj@hi.is) er prófessor við deild kennslu- og menntunarfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1991, M.Sc.-prófi frá University of Oklahoma 1994 og doktorsprófi frá sama skóla 1996. Hún hefur lagt stund á rannsóknir á sviði lestrar- og málþroskamælinga, skólastjórnunar og áhrifa félagslegra þátta á skólastarf. Á síðustu misserum hefur hún rannsakað áhrif COVID-19-faraldursins í framhalds- og háskólum.

Þuríður Jóna Jóhannsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Þuríður Jóna Jóhannsdóttir (thuridur@hi.is) er prófessor emerita í menntunarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.A.-prófi í íslensku og þjóðfélagsfræði frá HÍ árið 1978, prófi í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda 1990, M.Edprófi frá Kennaraháskóla Íslands 2001 og doktorsprófi frá HÍ 2010. Rannsóknir hennar hafa snúist um fjarnám, kennaramenntun, notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og þróun framhaldsskóla á landsbyggðinni. Á síðustu árum hefur hún rannsakað áhrif COVID-19-faraldursins á íslenska háskólastúdenta og framhaldsskóla.

Niðurhal

Útgefið

2022-10-31

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>