PERMA-spurningalistinn fyrir vinnustaði: Velfarnaður grunnskólakennara

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2022.3

Lykilorð:

PERMA-spurningalistinn fyrir vinnustaði, velfarnaður kennara, jákvæð sálfræði, PERMA

Útdráttur

Í þessari grein er sjónum beint að velfarnaði grunnskólakennara. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt, annars vegar að þýða og staðfæra mælitæki sem ætlað er að meta velfarnað á vinnustöðum og hins vegar að prófa það meðal starfandi grunnskólakennara og afla upplýsinga um velfarnað þeirra. Mælitækið byggist á PERMA-velfarnaðarkenningu Seligman sem beinir sjónum að kenningum og rannsóknum sem leita svara við hvað gefur lífinu gildi. Velfarnaður er skoðaður út frá fimm þáttum: Jákvæðum tilfinningum, áhuga og innlifun, félagslegum tengslum, tilgangi og árangri. PERMA-spurningalistinn fyrir vinnustaði (e. the workplace PERMA-profiler) var þýddur á íslensku og lagður fyrir félagsmenn í Félagi grunnskólakennara (N = 4847, svarhlutfall 42%). Áreiðanleiki niðurstaðna var viðunandi eða góður, á bilinu 0,70–0,86 fyrir einstaka þætti og 0,89 fyrir heildarkvarðann almennan velfarnað. Fylgni þáttanna og heildarkvarðans við mælingu á hamingju og almenna starfsánægju var sterkari við mælingar á starfsánægju en hamingju. Þetta bendir til þess að mælitækið gefi réttmætar niðurstöður og mæli frekar velfarnað í starfi en velfarnað almennt. Meðaltal velfarnaðarþátta mældist yfir 6,5 af 10 nema á þeim þáttum sem taka á neikvæðri upplifun. Tilgangur fékk hæsta meðaltal velfarnaðarþáttanna (M = 8,4) og algengast var að kennarar gæfu þættinum hátt gildi (8 eða hærra) en fæstir gáfu þættinum árangri svo háa einkunn. Almennur velfarnaður var meiri hjá 61 árs og eldri en þeim sem voru yngri og hann var meiri hjá konum en körlum. PERMA-spurningalistann fyrir vinnustaði má nýta í vinnu að bættum velfarnaði því hann sýnir hvar er þörf á inngripi og með reglubundinni fyrirlögn hans má kanna hvort inngrip hafa tilskilin áhrif.

Um höfund (biographies)

Björg Kristín Ragnarsdóttir

Björg Kristín Ragnarsdóttir (bkr2@hi.is) hefur umsjón með athvarfi fyrir nemendur með hegðunarfrávik í Hraunvallaskóla, Hafnarfirði. Hún lauk BA-prófi í félags- og fjölmiðlafræði frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 2007 og MAgráðu í uppeldis- og menntunarfræði frá deild Menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði Háskóla Íslands 2019. Rannsóknarsvið hennar er velfarnaður kennara í skólastarfi.

Ingibjörg V. Kaldalóns, Háskóli Íslands

Ingibjörg V. Kaldalóns (ingakald@hi.is) er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk BA-prófi í stjórnmála- og félagsfræði frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 1993, MA-gráðu í félagsfræði frá sömu deild 1996 og doktorsprófi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands árið 2015. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, þátttöku, sjálfræði og þrautseigju nemenda í skólastarfi sem og velfarnaði nemenda og kennara.

Amalía Björnsdóttir, Háskóli Íslands

Amalía Björnsdóttir (amaliabj@hi.is) er prófessor við deild kennslu- og menntunarfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1991, M.Sc.-prófi frá University of Oklahoma 1994 og doktorsprófi frá sama skóla 1996. Hún hefur lagt stund á rannsóknir á sviði mælinga og prófagerðar, lestrar- og málþroskamælinga, skólastjórnunar og áhrifa félagslegra þátta á skólastarf.

Niðurhal

Útgefið

2022-05-05

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>