Heimanám í íslenskum grunnskólum - Umfang og viðhorf nemenda, foreldra og kennara til þess

Höfundar

  • Ingvar Sigurgeirsson
  • Amalía Björnsdóttir

Lykilorð:

Heimanám, viðhorf, umfang heimanáms, áhugi

Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf nemenda, foreldra og kennara grunnskóla til heimanáms og hvort þættir eins og kyn og námsgeta hefðu áhrif á þessi viðhorf. Auk þess var umfang heimanáms kannað, svo og áhugi nemenda á því. Byggt var á gögnum sem safnað var í tengslum við stærri rannsókn á starfsháttum í 20 grunnskólum. Í ljós kom að 47% nemenda í 7.?10. bekk þótti heimanám hæfilegt, en 62% foreldra voru þeirrar skoðunar. Algengast var að nemendur á unglingastigi lærðu heima 20?39 mínútur á dag. Nemendur sem lýstu sér sem slökum námsmönnum og foreldrar barna með námsörðugleika, sérstaklega þeirra sem að sögn foreldra fá ekki nægilega aðstoð í skólanum, lýstu heimanáminu sem krefjandi og jafnvel sem hálfgerðri áþján. Þessi hópur notar einnig meiri tíma í heimanámið. Mikill meirihluti starfsmanna skólanna taldi heimanámið mikilvægt og átti það sérstaklega við um kennara á yngsta stigi. Mikill munur var þó á viðhorfum eftir skólum. Foreldrar töldu flestir að skólinn gerði hæfilegar kröfur til sín um aðstoð við heimanám, með þeirri undantekningu að foreldrar barna með námsörðugleika töldu skólann gera of miklar kröfur. Nemendur vildu gjarnan að foreldrar aðstoðuðu þá við heimanám, en höfðu almennt fremur neikvæð viðhorf til þess.

Um höfund (biographies)

Ingvar Sigurgeirsson

Ingvar Sigurgeirsson (ingvar@hi.is) er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann lauk kennaraprófi við Kennaraskóla Íslands 1970 og B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1985, meistaragráðu frá Háskólanum í Sussex 1986 og doktorsgráðu frá sama skóla 1992. Rannsóknir Ingvars hafa einkum snúist um námskrár, kennsluhætti, kennsluaðferðir, námsmat og skólaþróun.

Amalía Björnsdóttir

Amalía Björnsdóttir (amaliabj@hi.is) er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.A.-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1991, M.Sc.-prófi frá University of Oklahoma 1994 og doktorsprófi frá sama skóla 1996. Hún hefur lagts tund á rannsóknir á sviði mælinga og prófagerðar, lestrar- og málþroskamælinga,skólastjórnunar og áhrifa félagslegra þátta á skólastarf.

Niðurhal

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>