2019: Sérrit 2019 - Alþjóðlegar menntakannanir
Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2019 – Alþjóðlegar menntakannanir er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjóri: Anna Kristín Sigurðardóttir. Katrín Johnson annaðist verkefnisstjórn útgáfunnar fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.
GreinarnarÍ sérritinu eru fjórar greinar, þrjár ritrýndar og ein ritstýrð. Auk almenns prófarkalesturs, eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Ávallt er reynt að haga hlutum þannig að annar sérfræðingurinn starfi ekki á sama vettvangi og höfundar greina. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina. Greinarnar nefnast: Depurð meðal skólabarna á Íslandi; Greining á orðanotkun í lesskilnings- og náttúruvísindahlutum PISA 2018: Samanburður á íslensku þýðingunni og enska textanum; Samband menntunar foreldra við frammistöðu þátttakenda í PISA könnunni á Norðurlöndum; PISA – Hvað svo? Nokkur leiðarstef um innleiðingu menntaumbóta