2019: Sérrit 2019 - Alþjóðlegar menntakannanir

Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2019 – Alþjóðlegar menntakannanir er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjóri: Anna Kristín Sigurðardóttir. Katrín Johnson annaðist verkefnisstjórn útgáfunnar fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.

Greinarnar

Í sérritinu eru fjórar greinar, þrjár ritrýndar og ein ritstýrð. Auk almenns prófarkalesturs, eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Ávallt er reynt að haga hlutum þannig að annar sérfræðingurinn starfi ekki á sama vettvangi og höfundar greina. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina. Greinarnar nefnast: Depurð meðal skólabarna á Íslandi; Greining á orðanotkun í lesskilnings- og náttúruvísindahlutum PISA 2018: Samanburður á íslensku þýðingunni og enska textanum; Samband menntunar foreldra við frammistöðu þátttakenda í PISA könnunni á Norðurlöndum; PISA – Hvað svo? Nokkur leiðarstef um innleiðingu menntaumbóta

Útgefið: 2020-02-10