2020: Sérrit 2020 - Menntakerfi og heimili á tímum COVID-19
Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2020 – Menntakerfi og heimili á tímum COVID-19 er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjórar: Jóhanna Thelma Einarsdóttir, Jón Ingvar Kjaran og Meyvant Þórólfsson. Katrín Johnson annaðist verkefnisstjórn útgáfunnar fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.
GreinarnarÍ sérritinu eru 13 greinar alls – tveimur er ritstýrt og 11 eru ritrýndar. Tvær greinanna eru á ensku en hinar á íslensku. Auk almenns prófarkalesturs eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Nafnleyndar er gætt við ritrýnina.
Greinarnar nefnast: Skólasókn og samstarf við foreldra leikskólabarna með fjölbreyttan bakgrunn á tímum COVID-19, Sýn barna á kórónuveiruna og áhrif hennar á þátttöku þeirra í daglegu starfi í leikskóla, Kófið og leikskólinn: „Þetta var mögnuð „tilraun“ til að sjá gæðastarf verða til við skrítnar aðstæður“, „Covid bjargaði mér“: Störf kennara í fyrstu bylgju heimsfaraldurs, Tengslin við heimilin trosnuðu merkilega lítið í fyrstu bylgju COVID-19: Frá sjónarhorni stjórnenda og grunnskólakennara, Reynsla og upplifun þroskaþjálfa í grunnskóla af áhrifum Covid-19 faraldursins á þjónustu við nemendur, Frásagnir barna á tímum COVID-19, Reynsla stjórnenda félagsmiðstöðva og frístundaheimila á tímum samkomubanns vorið 2020 vegna COVID-19, Fjarkennsla í faraldri: Nám og kennsla í framhaldsskólum á tímum samkomubanns vegna COVID-19, Fjarkennsla og stafræn tækni í framhaldsskólum á tímum farsóttar vorið 2020: Sjónarhóll kennara og stjórnenda, Surfing a Steep Learning Curve: Academics’ experience of changing teaching and assessment due to COVID-19, Skipulagið er komið út í bílskúr: Fjölskyldulíf, heimanám og COVID-19 og “This is the first time as a foreigner that I have had such a strong connection to the state”: Parents’ voices on Icelandic school staying open in the time of COVID-19.