Forysta á krísutímum

Mygla í húsnæði leikskóla

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2023/18

Lykilorð:

leikskólar, stjórnun, forysta, krísa

Útdráttur

Mygla í skólahúsnæði á Íslandi hefur haft töluverð áhrif á starfsemi skóla á síðastliðnum árum. Áhrifin ná til barna, foreldra, starfsfólks og innra starfs skólanna. Í þessari grein er fjallað um rannsókn sem hafði að markmiði að kanna hvernig leikskólastjórar takast á við afleiðingar þeirrar krísu sem myndast þegar mygla greinist í húsnæði leikskóla, hvaða áhrif það hefur á innra starf og hvaða stuðningur er til staðar. Tilgangurinn var að greina hvaða eiginleikar og áherslur nýtast best til að takast á við krísu og óvissu. Talið er að forystueiginleikar á krísutímum séu í eðli sínu þeir sömu og á öðrum tímum en aðstæður þó aðrar og erfiðari. Tekin voru viðtöl við átta leikskólastjóra er höfðu glímt við afleiðingar myglu í húsnæði leikskólans sem höfðu áhrif á starfsemi hans. Niðurstöður sýndu að stjórnendurnir sem tóku þátt í rannsókninni tókust á við afleiðingar myglu í húsnæði leikskólanna með hag heildarinnar í huga og sinntu mörgum verkefnum sem að hluta til féllu hvorki undir starfslýsingu þeirra né hlutverk sem leikskólastjóra. Þeir töldu mikilvægt að sjá tækifæri í krísunni, að setja sér markmið og hafa framtíðarsýn í huga. Þá greindu viðmælendur frá hvaðan þeir sóttu sér stuðning og bjargir og hvar var ekki aðstoð að fá. Að mati viðmælenda var þetta streituvaldandi tímabil fyrir starfsfólk, foreldra og ekki síst börnin sem dvelja í leikskólunum. Gildi rannsóknarinnar felst í aukinni þekkingu á stjórnun og forystu á krísutímum til að takast sem best á við þá óvissu og þær breytingar sem krísutímum fylgja. Hagnýtt gildi rannsóknarinnar felst í að nauðsynlegt sé að undirbúa og þjálfa stjórnendur til að takast á við óvissutíma og reikna með að þeir bresti á og líði hjá.

Um höfund (biography)

Anna Magnea Hreinsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Anna Magnea Hreinsdóttir Ph.D. (amh@hi.is) lauk námi í tómstundafræðum frá Göteborgs folkhögskola í Svíþjóð árið 1980, B.Ed.-gráðu í leikskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999 og meistaraprófi frá sama skóla árið 2003. Árið 2009 lauk hún doktorsprófi í menntunarfræðum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands með áherslu á lýðræðislegt umræðumat á skólastarfi. Hún vann sem leikskólastjóri og leikskólafulltrúi á árunum 1991–2015 og var sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar á árunum 2015–2020. Nú starfar hún við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

2023-12-15

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>