Undirbúningstími í leikskólum
Hagur barna
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2024/3Lykilorð:
undirbúningstími, leikskóli, réttindi leikskólakennara, réttindi barna, hagur barnaÚtdráttur
Rannsóknin byggir á fræðikenningum um aðkomu barna að leikskólastarfi, þátttöku þeirra og réttindum til að hafa áhrif á daglegt starf. Slíkt krefst virks samráðs við börn og þekkingu og skilning á hvernig best sé að nálgast sjónarmið þeirra. Ein leið til þess að meta gæði leikskólastarfs er að rýna í líðan barna og þátttöku í leik og daglegu starfi þar sem skráningar geta nýst til að skipuleggja nám þeirra. Undirbúningstímar leikskólakennara eru liður í að halda uppi gæðum leikskólastarfs. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hver hagur barna er af undirbúningstíma leikskólakennara og hvaða tækifæri börn hafa til þátttöku. Tilgangurinn var að koma auga á rými fyrir börn til að hafa aukin áhrif á mótun leikskólastarfs. Tekin voru einstaklingsviðtöl við 24 starfsmenn í 8 leikskólum víðs vegar um landið. Helstu niðurstöður sýna að lengri tími leikskólakennara til undirbúnings leiddi til þess að þeir voru minna með börnum á deildinni sem gat komið niður á gæðum leikskólastarfsins. Áhersla var á að undirbúa starfið, utan deildar, fyrir börnin en ekki með börnunum. Leikskólakennararnir sáu að nota mætti hluta aukins undirbúningstíma til að hlusta betur á börnin og auka þátttöku þeirra í skipulagningu leikskólastarfsins. Til að tryggja betur hagsmuni barna ættu leikskólakennarar því að taka hluta af undirbúningstíma sínum inni á deild með börnunum. Þar geta þeir þróað starfið með því að hlusta betur á sjónarmið barna, gert skráningar á leik og haft samráð við börnin um skipulagningu daglegs starfs. Þannig geta börnin orðið hluti af lærdómssamfélagi leikskóla.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2024 Sara M. Ólafsdóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir, Margrét S. Björnsdóttir, Kristín Karlsdóttir
Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).