Undirbúningstími í leikskólum

Hagur barna

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/netla.2024/3

Lykilorð:

undirbúningstími, leikskóli, réttindi leikskólakennara, réttindi barna, hagur barna

Útdráttur

Rannsóknin byggir á fræðikenningum um aðkomu barna að leikskólastarfi, þátttöku þeirra og réttindum til að hafa áhrif á daglegt starf. Slíkt krefst virks samráðs við börn og þekkingu og skilning á hvernig best sé að nálgast sjónarmið þeirra. Ein leið til þess að meta gæði leikskólastarfs er að rýna í líðan barna og þátttöku í leik og daglegu starfi þar sem skráningar geta nýst til að skipuleggja nám þeirra. Undirbúningstímar leikskólakennara eru liður í að halda uppi gæðum leikskólastarfs. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hver hagur barna er af undirbúningstíma leikskólakennara og hvaða tækifæri börn hafa til þátttöku. Tilgangurinn var að koma auga á rými fyrir börn til að hafa aukin áhrif á mótun leikskólastarfs. Tekin voru einstaklingsviðtöl við 24 starfsmenn í 8 leikskólum víðs vegar um landið. Helstu niðurstöður sýna að lengri tími leikskólakennara til undirbúnings leiddi til þess að þeir voru minna með börnum á deildinni sem gat komið niður á gæðum leikskólastarfsins. Áhersla var á að undirbúa starfið, utan deildar, fyrir börnin en ekki með börnunum. Leikskólakennararnir sáu að nota mætti hluta aukins undirbúningstíma til að hlusta betur á börnin og auka þátttöku þeirra í skipulagningu leikskólastarfsins. Til að tryggja betur hagsmuni barna ættu leikskólakennarar því að taka hluta af undirbúningstíma sínum inni á deild með börnunum. Þar geta þeir þróað starfið með því að hlusta betur á sjónarmið barna, gert skráningar á leik og haft samráð við börnin um skipulagningu daglegs starfs. Þannig geta börnin orðið hluti af lærdómssamfélagi leikskóla.

Um höfund (biographies)

Sara M. Ólafsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Sara M. Ólafsdóttir (saraola@hi.is) er dósent í leikskólafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Auk þess veitir hún RannUng forstöðu, sem er rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna. Sara hefur tekið þátt í rannsóknasamstarfi bæði hérlendis og erlendis en megináherslur í rannsóknum hennar hafa verið sjónarmið barna gagnvart hinum ýmsu viðfangsefnum, m.a. leik, þáttaskilum milli leik- og grunnskóla, vellíðan barna og fullgildi

Anna Magnea Hreinsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Anna Magnea Hreinsdóttir (amh@hi.is) starfar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún var leikskólastjóri til margra ára, leikskólafulltrúi og fræðslustjóri. Rannsóknir hennar tengjast forystu og stjórnun, námskrárgerð og innra mati leikskóla með áherslu á lýðræðislega starfshætti. Þá hefur hún lagt áherslu á sjónarmið og þátttöku barna í rannsóknum sínum.

Margrét S. Björnsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Margrét S. Björnsdóttir (margreb@hi.is) er aðjúnkt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og verkefnisstjóri hjá RannUng. Hún lauk grunnskólakennaraprófi frá KHÍ 1989 og M.Ed.-prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2009 í stærðfræði og kennslufræði stærðfræðinnar. Margrét hefur starfað bæði í leik- og grunnskóla.

Kristín Karlsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Kristín Karlsdóttir (krika@hi.is) er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur kennt í leikskólakennaranámi um árabil, tekið þátt í erlendu sem íslensku rannsóknarsamstarfi, m.a. tekið virkan þátt í starfi RannUng. Rannsóknir hennar tengjast menntunarfræðum ungra barna og snúast m.a. um leik barna og áhrifamátt þeirra, skráningar og mat og rými barna til náms í fjölmenningarlegu samfélagi.

Niðurhal

Útgefið

2024-05-28

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>