„Hversu lýðræðisleg á ég að vera?“ Þróunarstarf um lýðræði og mannréttindi í leikskólanum Árbæ

Höfundar

  • Anna Magnea Hreinsdóttir

Lykilorð:

leikskóli, lýðræði, réttindi barna, starfendarannsókn, þróunarstarf

Útdráttur

Í greininni er fjallað um þróunarstarf og starfendarannsókn við leikskólann Árbæ. Allt starfsfólk skólans tók þátt í verkefninu í samstarfi við utanaðkomandi verkefnastjóra. Tilgangur með þróunarverkefninu var að efla lýðræðisleg vinnubrögð í leikskólanum og stuðla að fræðslu og umræðum meðal starfsfólks um lýðræðislegan skólabrag og hvað í honum fælist, lýðræðisleg viðhorf og starfshætti. Einnig var með verkefninu ætlunin að leita eftir hugmyndum frá starfsmannahópnum um starfshætti sem styrkt gætu lýðræðislegan skólabrag í leikskólanum, reyna þær hugmyndir einn vetur í daglegu starfi og meta verkefnið að því loknu. Loks átti að semja námskrá í lýðræði fyrir leikskólann og láta reyna á hana í starfi. Í verkefninu var fylgst með þróun hugmynda og starfsaðferða í hópi kennara með reglulegri fræðslu, samráðsfundum og dagbókarskrifum stjórnenda. Niðurstöður eftir einn vetur benda til þess að starfendarannsóknin og þróunarstarfið hafi haft áhrif á starfsaðferðir og viðhorf starfsfólks við skólann. Starfsmenn urðu sér betur vitandi um lýðræðislega starfshætti og réttindi barna og greindu á markvissari hátt en áður hvernig ýta má undir og styðja samvinnu og virka hlustun í daglegu starfi. Lögð var áhersla á opið og hlýlegt andrúmsloft, aukin tækifæri í smærri hópum og samstarf á milli deilda. Markmið námskrár í lýðræði voru felld í fjóra flokka með hliðsjón af hópum sem standa að skólastarfinu og fram komu hugmyndir um frekara starf.

Um höfund (biography)

Anna Magnea Hreinsdóttir

Anna Magnea Hreinsdóttir (annah@gardabaer.is) er leikskólafulltrúi Garðabæjar. Hún lauk námi í tómstundafræðum frá Göteborgs folkhögskola árið 1980, B.Ed.-gráðu í leikskólafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 1999 og meistaraprófi frá sama skóla árið 2003. Árið 2009 lauk hún doktorsprófi í menntunarfræðum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Áhersla rannsókna hennar hefur verið á mat á leikskólastarfi og sjónarmið barna. Hún hefur unnið sem leikskólastjóri og rekið leikskóla í tugi ára.

Niðurhal

Útgefið

2016-12-03

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar