Áskoranir starfsmenntunar: Aðgengi starfsmenntanema að háskólanámi

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2022.79

Lykilorð:

starfsmenntun, framhaldsskóli, háskóli, aðgangsskilyrði

Útdráttur

Ein af helstu áskorunum starfsmenntunar á framhaldsskólastigi er hvernig hægt er að breyta þeirri ímynd að starfsmenntun sé blindgata í menntakerfinu. Þessi áskorun er oft rædd út frá eflingu starfsmenntunar og er yfirleitt átt við hvernig hægt er að fá fleiri ungmenni til að velja starfsmenntun. Sérstaklega hefur verið lögð áhersla á að veita starfsmenntanemendum tækifæri til áframhaldandi náms í háskóla. Markmið greinarinnar er að skoða hvernig aðgengi starfsmenntanema að háskólastiginu hefur þróast síðustu tvo áratugi – bæði kerfislega og með hliðsjón af tækifærum og aðsókn nemenda. Tilgangurinn er að varpa ljósi á hvaða öfl móta þá þróun og þýðingu fyrir framtíð starfsmenntunar. Efniviður greiningar eru tölur frá Hagstofu Íslands og skjalarýni. Niðurstöður draga fram að hlutdeild starfsnámsnema í háskólanámi hefur verið lítil þrátt fyrir stækkun háskólastigsins og ekki er ljóst hvort það stafi af kerfislægum hindrunum, skorti á tækifærum eða áhugaleysi gagnvart því námi sem hefur verið í boði. Töluverðar breytingar hafa orðið á starfsmenntakerfinu á síðustu tveimur áratugum sem ættu að hafa áhrif á aðgengi starfsmenntanema að háskólastiginu. Annars vegar snúa þær að undirbúningi á framhaldsskólastiginu – með dreifstýringu námskrárgerðar og að leggja ekki tegund lokaprófa að jöfnu við námsbrautir. Hins vegar snúa þær að því að fjarlægja þröskulda á háskólastiginu – með stofnun fagháskólanáms og breytingu á inntökuskilyrðum í háskóla. Áhrif þessara breytinga virðast þó takmörkuð enn sem komið er og óljóst hvort þær auki aðgengi starfsnámsnema að háskólastiginu þegar upp er staðið. Enn fremur er það opin spurning hvort þær verði til þess að gera starfsnám meira aðlaðandi fyrir ungt fólk sem velur sér nám í framhaldsskólum. Sú þróun á aðgengi starfsmenntanema að háskólastiginu sem hér er rakin sýnir hvernig ýmis öfl vinna á móti breytingum á starfsmenntun, en einnig togstreitu í kerfinu á milli þess að halda í aðgreiningu starfsnáms og bóknáms og sameiningar eða fjölhyggju.

Um höfund (biography)

Elsa Eiríksdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Elsa Eiríksdóttir (elsae@hi.is) er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk BA-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands 1999 og meistara- og doktorsprófi í verkfræðilegri sálfræði 2007 og 2011 frá Georgia Institute of Technology. Rannsóknir hennar hafa helst snúið að hugrænum ferlum í námi, yfirfærslu þekkingar og færni, verklegu námi og starfsnám

Niðurhal

Útgefið

2022-12-13

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)