2020: Sérrit 2020 - Menntakvika 2020

Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2020 – Menntakvika 2020 er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjóri: Þuríður Jóna Jóhannsdóttir. Katrín Johnson annaðist verkefnisstjórn útgáfunnar fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.

Greinarnar

Í sérritinu eru sjö ritrýndar greinar . Auk almenns prófarkalesturs, eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Ávallt er reynt að haga hlutum þannig að annar sérfræðingurinn starfi ekki á sama vettvangi og höfundar greina. Fullrar nafnleyndar er gætt við ritrýnina. Greinarnar nefnast: Um sveitakennara í Strandasýslu og Húnavatnssýslu 1887–1905, Milliliður, stuðningsaðili eða hlutlaus fylgdarmaður: Hlutverk aðstoðarfólks í námi fólks með þroskahömlun sem þarf mikinn stuðning, Viðhorf íslenskra barna til íslensku og ensku: Hvað segja þau um íslensku- og enskukennslu?, Menntun til sjálfbærni – staða Íslands, Ígrundaðir starfshættir í kennaranámi listamanna, „Ég er alltaf glaðari og ég er miklu sjálfstæðari en ég var“ Starfshættir í grunnskóla sem styður sjálfræði nemenda, Sveinspróf í iðnmenntakerfinu: Tímaskekkja eða réttmæt mat á hæfni?

Útgefið: 2021-02-05