Sérrit 2024 - Framhaldsskólinn - Menntastefna og félagslegt réttlæti
Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2024 – Framhaldsskólinn – menntastefna og félagslegt réttlæti er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjórar: Þuríður Jóna Jóhannsdóttir og Gerður G. Óskarsdóttir. Gestaritstjóri: Berglind Rós Magnúsdóttir. Anna Bjarnadóttir annaðist verkefnisstjórn útgáfunnar fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.
GreinarnarÍ sérrritinu eru fimm ritrýndar greinar og ritstýrð inngangsgrein. Auk almenns prófarkalesturs eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Nafnleyndar er gætt við ritrýnina.
Greinarnar nefnast:Inngangur: Gagnrýnar menntarannsóknir og framhaldsskólinn, Útvalin og úrvals: Stofnanaháttur elítuskóla og vegferð stúdentsefna í Reykjavík og Helsinki, Stigveldi framhaldsskóla: Frjálst skólaval ýtir undir og endurskapar félagslega lagskiptingu, Áskoranir og tækifæri í skipulagi náms nemenda með þroskahömlun á framhaldsskólastigi í ljósi kenninga um inngildandi menntun og félagslegt réttlæti, Brothættir menntunarmöguleikar nemenda af erlendum uppruna við lok grunnskóla: Málamiðlun framtíðarvona, Að eiga frjálst val um framhaldsskóla? Markaðsvæðing innritunar nýnema í íslenskum framhaldsskólum