Sérrit 2024 - Framhaldsskólinn - Menntastefna og félagslegt réttlæti

Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2024 – Framhaldsskólinn – menntastefna og félagslegt réttlæti er gefið út á vegum Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritstjórar: Þuríður Jóna Jóhannsdóttir og Gerður G. Óskarsdóttir. Gestaritstjóri: Berglind Rós Magnúsdóttir. Anna Bjarnadóttir annaðist verkefnisstjórn útgáfunnar fyrir hönd Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands.

Greinarnar

Í sérrritinu eru fimm ritrýndar greinar og ritstýrð inngangsgrein. Auk almenns prófarkalesturs eru ritrýndar greinar lesnar af ritstjórn og rýndar af tveimur sérfræðingum á sviði greinar. Nafnleyndar er gætt við ritrýnina.

Greinarnar nefnast:

Inngangur: Gagnrýnar menntarannsóknir og framhaldsskólinn, Útvalin og úrvals: Stofnanaháttur elítuskóla og vegferð stúdentsefna í Reykjavík og Helsinki, Stigveldi framhaldsskóla: Frjálst skólaval ýtir undir og endurskapar félagslega lagskiptingu, Áskoranir og tækifæri í skipulagi náms nemenda með þroskahömlun á framhaldsskólastigi í ljósi kenninga um inngildandi menntun og félagslegt réttlæti, Brothættir menntunarmöguleikar nemenda af erlendum uppruna við lok grunnskóla: Málamiðlun framtíðarvona, Að eiga frjálst val um framhaldsskóla? Markaðsvæðing innritunar nýnema í íslenskum framhaldsskólum

Útgefið: 2024-05-21