Draumaskólinn
Lýðræðisleg og inngildandi samvinnurými barna og fullorðinna í grunnskóla
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/netla.2024/8Lykilorð:
inngildandi skólastarf, menntun fyrir alla, starfendarannsóknir, þátttaka barna, inngildandi kennslufræði, nemendalýðræðiÚtdráttur
Virk þátttaka barna í samfélagi er ein leið til farsældar þeirra og því er það helsta verkefni menntakerfisins að tryggja öllum börnum hlutdeild í samfélagi jafnaldra. Greinin fjallar um þróun árangursríkra og sjálfbærra leiða fyrir samvinnu barna og fullorðinna í inngildandi skólastarfi. Draumaskólaverkefnið var unnið á miðstigi grunnskóla sem hluti af þróunarverkefni um þátttöku og valdeflingu barna í samstarfi skólans, frístundamiðstöðvar og rannsakenda Háskóla Íslands. Þátttakendur voru börn og starfsfólk í fimmta og sjötta bekk. Samofin Draumaskólaverkefninu var starfendarannsókn sem náði yfir fimm samvinnulotur, sem fólu í sér skapandi hugmyndavinnu, samtal, áætlanagerð, framkvæmd hugmynda, ígrundun og þekkingarsköpun. Í rannsóknarferlinu var lögð áhersla á að skilja það ferli sem á sér stað þegar samvinna barna og fullorðinna er mótuð og bera kennsl á þá þætti sem skipta máli fyrir valdeflingu barna. Hægt var að greina fjögur þýðingarmikil atriði: Ferli verkefnisins var farvegur fyrir raddir barna, lýðræðisleg og opin samvinnurými veittu svigrúm fyrir ólíkar þátttökuleiðir, sameiginleg ígrundun barna og fullorðinna leiddi til lausna og verkefnið setti í gang valdeflandi náms- og þróunarferli. Frásögn Draumaskólaverkefnisins getur orðið öðrum hvatning til að finna leiðir sem opna fyrir lýðræðisleg vinnubrögð í skóla.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2024 Ruth Jörgensdóttir Rauterberg, Hafdís Guðjónsdóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).