Framsækinn kennari sem hlúði að nemendum
Jón Freyr Þórarinsson
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2023.11Lykilorð:
framsæknir kennsluhættir, hópvinna, vinnubókargerð, námstækni, félagsleg tengsl, Jón Freyr ÞórarinssonÚtdráttur
Áhersla á skapandi vinnubrögð nemenda, samvinnu og sjálfstæði þeirra hefur lengi verið ríkur þáttur í skólastarfi á Íslandi þó margir telji að slíkt hafi ekki tíðkast. Tilgangurinn með þessari grein er að gefa innsýn í starf kennara fyrir 60 árum sem lagði áherslu á samvinnu, upplýsingamiðaða kennslu, sjálfstæð vinnubrögð nemenda og uppeldisfræði sem tekur mið af börnum og jafnréttishugsjón. Jón Freyr Þórarinsson var umsjónarkennari okkar höfundanna í fimm ár og hafði mikil áhrif á okkur og sýn okkar á kennslu. Til að kynna okkur umræður skólafólks á Íslandi, á þeim árum sem við vorum nemendur hans, lásum við það sem þá var skrifað í tímaritið Menntamál. Við rannsóknina var beitt frásagnarrýni og afturblik notað við gagnaöflun og greiningu. Samræður okkar við Jón um kennsluhætti hans, minningabrot, gögn og myndir úr skólastarfinu lögðu grunninn að frásögninni. Jón Freyr kynnti sér hópvinnubrögð, leitarnám, vinnubókargerð og námstækni og lagði áherslu á samvinnu og samkennd nemenda sinna. Kennsluhættir hans voru framsæknir og sýn hans á skólastarfið og vinnu með nemendum lögðu grunninn að sterkum félagslegum tengslum bekkjarfélaganna.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2023 Hafdís Guðjónsdóttir, Jónína Vala Kristinsdóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).