„Það var bara svo gaman að kenna“
Matthildur Guðmundsdóttir, kennari og kennsluráðgjafi
##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:
https://doi.org/10.24270/serritnetla.2023.6Lykilorð:
lestrarkennari, samvinna, kennsluráðgjafi, starfsleikninám, fjölbreyttir kennsluhættir, Matthildur GuðjónsdóttirÚtdráttur
Frásagnir af kennsluháttum kennara sem lokið hafa störfum og reynslu þeirra af skólastarfi eru gagnlegar fyrir kennaranema og þá sem starfa að kennaramenntun því þær veita upplýsingar um þróun í starfsháttum kennara. Tilgangurinn með þessari grein er að gefa innsýn í starf grunnskólakennara sem hóf kennsluferil sinn um miðja síðustu öld og lauk starfsferli sínum sem kennsluráðgjafi við aldarlok. Matthildur Guðmundsdóttir var ötul við að kynna sér nýjungar í kennsluháttum og framfarir í skólastarfi og tileinka sér þær í kennslu sinni. Hún átti gott samstarf við námstjóra í Skólarannsóknadeild Menntamálaráðuneytisins og síðar við starfsfólk Kennaraháskóla Íslands. Þegar hún tók við starfi kennsluráðgjafa á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur nýtti hún sér reynslu sína sem kennari og hélt áfram að leita eftir samstarfi við fagfólk á sviði menntamála. Greint er frá verkefnum og námskeiðum sem Matthildur tók þátt í til að varpa ljósi á þætti sem áhrif höfðu á starf hennar. Við rannsóknina á störfum Matthildar var beitt frásagnarrýni. Tekin voru tvö viðtöl við Matthildi. Í því fyrra sagði hún frá því sem var henni minnisstæðast af starfsferlinum. Greind voru þemu sem fram komu í frásögninni og í síðara viðtalinu var spurt nánar út í þá þætti sem mótuðu frásögnina. Í ljós kom að Matthildur lagði sig fram um að þróa kennsluhætti sína þau rúm 30 ár sem hún starfaði sem kennari og átti í samstarfi við bæði samkennara og annað fagfólk. Á ferli sínum sem kennsluráðgjafi byggði hún á kennslureynslu sinni og hélt áfram að eiga samstarf við annað fagfólk í menntamálum.
Niðurhal
Útgefið
Tölublað
Kafli
Leyfi
Copyright (c) 2024 Jónína Vala Kristinsdóttir, Hafdís Guðjónsdóttir

Greinar í tímaritinu eru gefnar út undir leyfinu (Creative Commons Attribution 4.0 International License).