Gildi meistaraprófsverkefna fyrir fagmennsku uppeldisstétta: Reynsla útskrifaðra meistaranema

Höfundar

##plugins.pubIds.doi.readerDisplayName##:

https://doi.org/10.24270/serritnetla.2022.87

Lykilorð:

meistararverkefni, atbeini kennara, valdefling kennara, fagmennska, fagleg sjálfsmynd, rannsóknartengt kennaranám, ígrundun

Útdráttur

Kennaramenntun á Íslandi er fimm ára sérmenntun á háskólastigi; þrjú ár í grunnnámi og tvö á meistarastigi. Eftir meistarapróf til kennsluréttinda eiga kennarar að hafa góða fræðilega sérþekkingu, geta nýtt helstu rannsóknaraðferðir í uppeldis- og menntunarfræðum, tekið þátt í faglegri umræðu og rökstutt skoðanir á málefnum með fræðilegri þekkingu og rannsóknarniðurstöðum. Til 2020 var skylt að ljúka meistaranáminu með minnst 30 eininga lokaverkefni. Frá hausti 2020 hefur Menntavísindasvið boðið upp á meistaranám til kennsluréttinda án þess að gera lokaverkefni, svokallað MT-nám (e. master of teaching).

Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á gildi þess að vinna MEd-/MA-verkefni í meistaranámi á Menntavísindasviði. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig útskrifaðir meistaranemar upplifðu ferlið við að vinna rannsóknartengt meistaraverkefni og hvaða gildi þeir töldu það hafa fyrir sig sem fagmenn.

Rannsóknin byggði á aðferðafræði eigindlegra rannsókna. Gögnum var safnað með eigindlegri spurningakönnun þar sem svör fengust frá 58 þátttakendum og rýnihópaviðtölum við 20 þátttakendur. Greining gagna fólst í láréttri greiningu á svörum við spurningalista og lóðréttri greiningu gagna úr rýnihópaviðtölum.

Niðurstöður benda til þess að flestir þátttakendur hafi talið sig hafa haft mikið gagn af að hafa unnið rannsóknartengt lokaverkefni. Í gegnum rannsóknarferlið upplifðu þeir valdeflingu og töldu sig eiga auðveldara með að taka afstöðu, útskýra vinnubrögð sín og fylgja þeim eftir.

Um höfund (biographies)

Hafdís Guðjónsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Hafdís Guðjónsdóttir (hafdgud@hi.is) er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Áður en hún hóf störf þar kenndi hún í 26 ár við grunnskóla og sinnti bæði bekkjar- og sérkennslu. Rannsóknir hennar byggjast aðallega á eigindlegum rannsóknum, starfstengdri sjálfsrýni og starfendarannsóknum. Í rannsóknum sínum leggur hún áherslu á menntun án aðgreiningar, fjölmenningarlega kennslu, kennslufræði, starfsþróun kennara og fagmennsku, en einnig á kennaramenntun og þróun kennaramenntenda.

Svanborg Rannveig Jónsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Svanborg Rannveig Jónsdóttir (svanjons@hi.is) er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1978 með íslensku og dönsku sem aðalgreinar. Hún lauk M.A.-prófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands 2005 með áherslu á nýsköpunarmennt. Árið 2011 lauk hún doktorsnámi frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og er titill doktorsritgerðar hennar The location of innovation education in Icelandic compulsory schools. Rannsóknir hennar snúast um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, námskrárfræði, skapandi skólastarf, breytingastarf og starfstengda sjálfsrýni í kennaramenntun.

Karen Rut Gísladóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Karen Rut Gísladóttir (karenrut@hi.is) er prófessor í kennslufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hún lauk BA-prófi í íslensku með táknmál sem aukagrein árið 1998, prófi í uppeldis- og kennslufræðum árið 2000, M.Paed. í íslensku og kennslufræði árið 2001, meistaraprófi í læsisfræðum frá Wisconsin-háskóla í Bandaríkjunum 2005 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands árið 2011. Rannsóknir hennar beinast að félagsmenningarlegum skilningi á tungumáli og læsi, fjölmenningu og þróun kennara í starfi. Rannsóknaraðferðir eru starfendarannsóknir, starfstengd sjálfsrýni og eigindlegar aðferðir.

Edda Óskarsdóttir, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Edda Óskarsdóttir (eddao@hi.is) er dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk meistaraprófi í sérkennslu frá Háskólanum í Oregon í Bandaríkjunum 1993 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2017. Hún starfaði sem sérkennari og deildarstjóri stoðþjónustu í grunnskóla í tvo áratugi. Rannsóknarsvið hennar er einkum menntun fyrir alla og í tengslum við það kennaramenntun, starfsþróun kennara ásamt stefnumótun og þróun skólastarfs sem stuðlar að menntun fyrir alla.

Anna Katarzyna Wozniczka, Háskóli Íslands - Menntavísindasvið

Anna Katarzyna Wozniczka (akw1@hi.is) er doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk meistaraprófi í alþjóðlegum samskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Katowice, Póllandi árið 2006 og meistaraprófi í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands árið 2011. Anna hefur verið stundakennari við Menntavísindasvið frá árinu 2014 en doktorsrannsókn sem og aðrar rannsóknir hennar beinast að stöðu nemenda af erlendum uppruna

Niðurhal

Útgefið

2022-12-13

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar

Mest lesnu greinar eftir sama höfund(a)

1 2 > >>