Entre visillos: Tillaga að notkun skáldsögu Carmen Martín Gaite við bókmenntakennslu háskólanemenda með spænsku sem annað mál

Höfundar

  • Nuria Frías Jiménez
  • Carmen Quintana Cocolina

Lykilorð:

Carmen Martín Gaite, bókmenntakennsla, spænska sem annað mál, spænskar samtímabókmenntir, bókmenntasamskipt

Útdráttur

Í þessari grein er kynnt sérstök kennslutillaga til aðstoðar við lestur og umfjöllun um skáldsöguna Entre visillos (1958) eftir spænska rithöfundinn Carmen Martín Gaite (1925–2000) í námskeiðinu Spænskar bókmenntir 19. og 20. aldar við Háskóla Íslands. Skáldsagan hentar nemendum með spænsku sem annað mál þar sem samhengi hennar endurspeglar siði Spánar á eftirstríðsárunum og félagslegt raunsæi (social realism) í bókmenntum. Einnig sýnir Entre visillos
ýmsar aðrar bókmenntastefnur og sjónarhorn, erkitýpur sem og táknmyndir sögusviðsins. Stíllinn virðist einfaldur og endurspeglar það viðleitni höfundar til að tjá sig við lesandann á áhrifaríkan hátt. Tillaga okkar, sem byggir á tjáskiptamiðaðri tungumálakennslu, setur hópavinnu og umræður í forgang til að bæta bókmennta-, samskipta- og tungumálafærni nemenda. Í þessum þrem kennslustundum eru sjö verkefni sem fjalla um ytri og innri þætti skáldsögunnar, auk þess að leita eftir virkri þátttöku nemandans. Að auki er hægt að aðlaga verkefnin að öðrum lestri innan sama námskeiðs sem og að nýta þau í öðru svipuðu samhengi.

Lykilorð: Carmen Martín Gaite, bókmenntakennsla, spænska sem annað mál, spænskar samtímabókmenntir, bókmenntasamskipt 

Niðurhal

Útgefið

2022-05-05

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar