Viðhorf danskra spænskukennara til fjölmenningarlegrar færni í spænskukennslu

Höfundar

  • Susana Silvia Fernández

Lykilorð:

fjölmenningarleg samskiptafærni, hugmyndir kennara, kennsla í spænsku sem erlendu tungumáli

Útdráttur

Þessi grein segir frá rannsókn á viðhorfum danskra spænskukennara til fjölmenningarlegrar kennslu í spænsku. Lagður var fram spurn­inga­listi á netinu og tekin voru saman viðhorf og hugmyndir danskra spænskukennara í mennta­skólum um hugtakið „fjölmenningarleg sam­skipta­færni“ og þær hindranir sem verða á vegi þeirra þegar þeir ætla að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Niðurstöður sýna að kennarar gera sér grein fyrir mikilvægi fjölmenningar­legrar nálg­unar sem snýst um meira en það eitt að miðla stað­­­reyndum og upp­lýsingum um menningu, en lítil spænsku­­kunnátta nemendanna gerir þeim skylt að einbeita sér að málfræðikennslu og undirstöðuatriðum tungumálsins. Að einhverju leyti gerir lítil áhersla á fjölmenningu í próf­um og kennaranámi í Danmörku enn erfiðara að verja tíma og fjármagni til þessa þáttar tungumálakennslunnar, þrátt fyrir kröfur stjórnvalda.

Lykilorð: fjölmenningarleg samskiptafærni, hugmyndir kennara, kennsla í spænsku sem erlendu tungumáli

Útgefið

2016-06-13

Tölublað

Kafli

Greinar