Áhugahvöt og samfélagsmiðlar í kennslu spænsku sem erlends máls

Höfundar

  • Pilar Concheiro Coello

Lykilorð:

Spænska sem erlent mál, samfélagsmiðlar, facebook, áhugahvöt, viðhorf.

Útdráttur

Rannsóknin sem lýst er í greininni sýnir hvernig notkun á Facebook sem stafræns vinnuumhverfis í kennslu spænsku sem erlends tungumáls getur haft áhrif á áhugahvöt nemenda í tileinkun markmálsins. Með samvinnu og samskiptum á þessum samfélagsmiðli eykst áhugi nemenda ásamt því að þeir skapa stafræna sjálfsmynd sem tengist menningarlegum gildum hins spænskumælandi heims. Facebook nýtist sem rými fyrir nemendur þar sem þeir geta búið til og deilt efni á spænsku sem tengist þeirra persónulega reynsluheimi og tjáð öðrum það, sem aftur leiðir til þess að lærdómsferlið hefur meiri þýðingu. Unnin var rannsókn byggð á raungögnum og beitt var megindlegum rannsóknaraðferðum til að reikna út hvort þeir hópar sem tóku þátt í notkun samfélagsmiðla sýndu meiri áhuga í tungumálanámi og hvort viðhorf þeirra til tungumálsins og málsamfélagsins væru jákvæðari í lok annar.

Lykilorð: Spænska sem erlent mál, samfélagsmiðlar, facebook, áhugahvöt, viðhorf.

Útgefið

2018-11-09

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar