Grímur Thomsen og framandgerving Pindars
Lykilorð:
Grímur Thomsen, Pindar, framandgervingÚtdráttur
Kvæðaþýðingar Gríms Thomsen hafa frá fyrstu tíð þótt ágæt dæmi um staðfærslu eða aðlögun erlends skáldskapar að íslenskum hefðum og hugarfari, þar sem erlendu kvæðin séu nánast átylla rammíslensks skáldskapar Gríms. Við þetta mat er hins vegar litið fram hjá þýðingum Gríms á forngrískum kveðskap, enda falla þær miður vel að þessu viðhorfi. Síðustu ár ævi sinnar þýddi Grímur mest úr forngrísku, ekki síst eftir drápuhöfundinn Pindar. Þetta myrka skáld var nánast framandleikinn holdi klæddur. Það kemur ekki á óvart að þessum þýðingum hafi snemma verið tekið fálega; kvæðin voru útskýrð sem sérviska gamalmennis sem þoldi illa samtíma sinn. Í greininni held ég því fram að Grími hafi ekki gengið til að staðfæra með þýðingum sínum á Pindar og öðrum forngrískum skáldum, heldur hampi hann framandleikanum og vilji þannig auðga íslenskar bókmenntir.
Lykilorð: Grímur Thomsen, Pindar, framandgerving