Ólíkur skilningur á lýðræðishugtakinu í spænskri sagnaritun
Lykilorð:
ýðræði, skilningur, sjónarhóll í sagnaritunÚtdráttur
Spænska stjórnarskráin frá 1931 innleiddi stjórnmálakerfi sem byggðist á frjálsum kosningum, almennum kosningarétti og yfirlýsingum í samræmi við almennar lýðræðishugmyndir í Evrópu á þeim tíma. Þetta lýðræðislega kerfi varð þekkt sem Annað lýðveldið, eða einfaldlega Lýðveldið. Því lauk þegar Franco stofnaði einræði sitt eftir stjórnlagarof og borgarastyrjöld. Að Franco látnum var byggt upp lýðræðisríki á Spáni. Lýðræði samtímans hefur frá árum Lýðveldisins og alla 20. öld verið túlkað út frá alls kyns viðhorfum, væntingum, áhyggjuefnum og aðstæðum sem hafa þróast í spænsku samfélagi.
Skilningur á hugtaki eins og lýðræði er háður ólíkum þáttum, t.d. félagspólitískum einkennum tungumálsins, og auk þess efnahagsmálum, menningarástandi og öðrum aðstæðum á hverjum tíma. Þess vegna hefur túlkun á lýðræði verið töluvert mismunandi í nútíð og fortíð. Hins vegar virðist sagnaritun nú á dögum, hvort sem um er að ræða sagnfræðirit eða sögulegar skáldsögur, ekki veita þessari staðreynd mikla athygli. Þvert á móti virðast slík verk fjalla um hugtakið lýðræði samkvæmt habitus (Bourdieu) hvers höfundar. Þar með eru flækjur sagnfræðinnar að einhverju leyti einfaldaðar.
Með dæmum úr textum sem fjalla um samtímasögu Spánar reyni ég að sýna fram á hvernig hugmyndin um lýðræði þróaðist smám saman á Spáni á 20. öld. Út frá þeim mun sem er á hugmyndafræði hópa og hreyfinga ræði ég líka ýmsa þætti sagnaritunar sem fjallað hefur verið um af sérfræðingum á sviðinu. Megináherslan er á sagnaritun, þ.e. fortíðina eins og hún er kennd og útskýrð fyrir skólanemendum á hverjum tíma.
Lykilorð: lýðræði, skilningur, sjónarhóll í sagnaritun