Negro sobre blanco/svart á hvítu: um liti í spænskum og íslenskum orðasamböndum

Höfundar

  • Erla Erlendsdóttir
  • Núria Frías Jiménez

Lykilorð:

samanburðarmálvísindi, orðasambandafræði, íslenska, spænska, litir

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um rannsókn þar sem borin voru saman orðasambönd úr spænsku og íslensku. Í brennidepli voru orðasambönd sem heyra undir merkingarsviðið „litir”. Tilgangur samanburðarrannsóknarinnar var að draga fram það sem tungumálin eiga sameiginlegt og hvað ekki, sem og helstu menningarsöguleg einkenni orðasambandanna. Með það fyrir augum var smíðaður korpus úr efniviði sem fékkst úr ýmsum orðasambandabókum og orðasambandabönkum beggja tungumála. Við gerð korpussins var tíðni valinna
orðasambanda og notkun höfð að leiðarljósi. Orðasamböndunum var skipað niður í flokka í samræmi við hugmyndir Suárez (2005, 2006) sem styðst við kenningar og flokkunaraðferðir úkranískra fræðimanna á þessu sviði. Þessi flokkunaraðferð, sem byggir á setningalegri og merkingarfræðilegri nálgun, gerði kleift að flokka orðasamböndin út frá stigi jafngildisins, þ.e. eftir því hvort þau eru alfarið jafngild, að hluta til eða ekki. Niðurstöður þessarar samanburðarannsóknar gagnast bæði í orðabókarfræði og annarsmálsfræði. Annar vegar nýtast þær í smíði flettna fyrir tvímála orðabækur, eða tvímála orðasambandabækur og hins vegar í kennslu spænsku sem erlends máls á Íslandi.

Niðurhal

Útgefið

2020-09-30

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar