Orðabækur, tungumálanám og tungumálakennsla

Höfundar

  • Erla Erlendsdóttir

Lykilorð:

orðabókanotkun, tungumálanám, tungumálakennsla

Útdráttur

Í þessari grein beinast sjónir að notkun orðabóka í tungumálanámi
og -kennslu. Niðurstöður rannsókna sýna að rétt notkun orðabóka
stuðlar að betri og markvissari málbeitingu tungumálanema og að
þekking og færni í notkun orðabóka ýtir undir sjálfstæði og eykur
virkni nemandans í málanáminu. Nú á dögum hafa nemendur í
erlendum tungumálum aðgang að orðabókum fyrir mismunandi
málfærnistig, bæði tvímála- og einmálaorðabókum á pappír eða á
rafrænu formi. Samkvæmt könnunum kjósa flestir tungumálanemar
að nota rafrænar tvímálaorðabækur. Ný tækni hefur hins vegar ekki
aukið færni nemenda í orðabókanotkun, þvert á móti sýna kannanir
að hæfni/færni nemenda í notkun orðabóka er ábótavant. Það má
eflaust rekja til þess að kennslu og þjálfun í notkun orðabóka er
áfátt. Það er á hendi tungumálakennarans að kenna nemendum að
nota orðabækur og leiðbeina við val á þeim. Eigi tungumálakennari
að vera í stakk búinn til að kenna notkun orðabóka og meta hvaða
orðabækur hæfi mismunandi málfærnistigum verður hann að hafa
hugmynd um gerð þeirra og byggingu. Hér er sagt frá tilurð og
skipulagi námskeiðs á meistarastigi ætluðu verðandi spænskukennurum.
Tilgangurinn með námskeiðinu er m.a. að leiðbeina verðandi
kennurum í að meta hvaða orðabækur henta best fyrir nemendur á
ýmsum málfærnistigum og að kenna nemendum að nota orðabækur.
Einnig er sagt frá könnun um notkun orðabóka sem nýlega var gerð
í nokkrum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu.
Lykilorð: orðabókanotkun, tungumálanám, tungumálakennsla

Niðurhal

Útgefið

2022-12-28