Orðræðuleg uppbygging samtala frá díalektísku sjónarhorni í smásögu Carmen Martín Gaites, La trastienda de los ojos

Höfundar

  • Carmen Quintana Cocolina

Lykilorð:

samtal, orðræðugreining, samtalshyggja

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um möguleika á að nýta hugtök og aðferðafræði í kenningum um venslamiðaða samtalshyggju (Theory of Relational Dialectics) til að skilja samspil ólíkrar orðræðu og ákvarða merkingu samtals sem er byggð upp á röklegan hátt í smásögunni La trastienda de los ojos eftir spænska höfundinn Carmen Martín Gaite. Á grundvelli fjölraddagreiningar, sem er ákveðin tegund orðræðugreiningar (Baxter, 2011), höfum við komið okkur niður á ýmis atriði í félagslegri og mannlegri orðræðu um samtal sem keppa við hvert annað um að mynda gagnverkandi samtalsspennu sem leiðir til viðhalds og eflingar ríkjandi orðræðu í miðju samtalskeðjunnar og til jaðarsetningar á annars konar umræðu um samtal. Kenning og aðferðafræði venslamiðaðrar samtalshyggju er ný nálgun í rannsóknum á verkum Martín Gaite þar sem beitt er orðræðugreiningu og tvinnað saman fræðilegum hugtökum bæði úr samskiptum milli einstaklinga og úr bókmenntum.

Lykilorð: samtal, orðræðugreining, samtalshyggja

Útgefið

2018-11-13

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar