Miðamerískar sjálfsmyndir við ströndina: Mörg andlit mestizaje í frásögum eftir kostaríska rithöfundinn Anacristna Rossi

Höfundar

  • Hólmfríður Garðarsdóttir

Lykilorð:

Bókmenntir, Kostaríka, Anacristina Rossi, fjölmenning, sjálfsmyndir

Útdráttur

Greinin beinir sjónum að menningarlegri fjölbreytni á Karíbahafssvæði Mið-Ameríkuríkja. Hún gerir ósýnileika ýmissa minnihlutahópa að sérstöku umtalsefni og þá ekki hvað síst á Karíbahafsströnd Kostaríku. Meginefniviður rannsóknarinnar er sóttur í skáldsögur kostaríska rithöfundarins Anacristina Rossi, Limón Blues (2002) og Limón Reggae (2007), en báðar gerast skáldsögurnar á umræddum slóðum. Sögurnar “bregða ljósi á fjölsamsettan uppruna íbúa Kostaríku og þar af leiðandi fjölmenningarlegan bakgrunn nútíma samfélags”,66 ásamt því að rannsaka mennningararf og sögu landsins. Í greininni er sjónum enn fremur beint að flóknu mótunarferli sjálfsmynda og hvaða áhrif það hefur að tilheyra minnieða meirihluta. Að lokum er hlutverki bókmennta sem tjáningarmiðils slíkra átaka, velt upp og spurt hvort þær nýtist sem viðspyrna gegn ósýnileika tiltekinna þjóðfélagshópa og útskúfun annarra.

Lykilorð: Bókmenntir, Kostaríka, Anacristina Rossi, fjölmenning, sjálfsmyndir

Niðurhal

Útgefið

2018-11-09

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar