“Penni, pappír, blek, þið aumu tól”: Ótrygg verufræði lýríkur í sonnettum frá tíma Elísabetar

Höfundar

  • Danila Sokolov

Lykilorð:

lýrískur kveðskapur, elísabetískar sonnettur, verufræði skáldskapar, saga bókarinnar, petrarchismi, skáldlegt ímyndunarafl

Útdráttur

Í þessari grein er kannað hvernig einkennum ástríðna er beitt að hætti Petrarcha í sonnettum frá síðari hluta 16. aldar til þess að fást við spurningar um verufræði lýríkur – hina efnislegu tilveru lýrísks kveðskapar. Málið varð brýnt síðla á valdatíma Elísabetar I á Englandi, í miðri hringiðu tæknilegra, efnahagslegra, heimspekilegra og fagurfræðilegra breytinga sem höfðu áhrif á efnisleg skilyrði
fyrir tilurð og dreifingu kveðskapar. Stirð sambúð handrita og prenttækni, lesvenjur sem fólu í sér ýmiss konar tilfæringar (s.s. úrklippur, spássíuskrif, samklipp o.fl.), pappírsskortur, bókabrennur, notkun lýríkur í tónlist, ásamt ýmsu öðru, skóp umhverfi sem var óstöðugt og lagskipt, þar sem kvæði voru sett fram á ólíku formi og í ólíkum miðlum. Nálestur á völdum sonnettum eftir Philip Sidney, Samuel Daniel, Edmund Spenser, Giles Fletcher og Barnabe Barnes er hér nýttur til að færa rök fyrir því að í kveðskap þeirra endurspegli vísanir í tilfinningaþrungin verk af meiði petrarchisma þá óvissu og þann óstöðugleika sem verufræðileg skilyrði kveðskapar fólu í sér. Þessar sonnettur gera erótíska löngun sem aldrei getur gengið í uppfyllingu vona að táknsögu um dauðadæmda þrá eftir lýrískum texta sem eilíflega rennur úr greipum; þær hrærast í hvarfpunkti og það reynir mjög á þær sem málgjörðir og sem óbrotna efnislega hluti. Í þessum sonnettum frá síðari hluta 16. aldar má greina hvernig kreppir að textanum sem verður til þess að hin viðkvæma verufræði skáldskaparins verður sýnileg, heyranleg og auðlesin.


Keywords: lýrískur kveðskapur; elísabetískar sonnettur; verufræði skáldskapar; saga bókarinnar; petrarchismi; skáldlegt ímyndunarafl

Niðurhal

Útgefið

2022-05-06

Tölublað

Kafli

Ritrýndar greinar