Adaptation Studies and Biological Models: Antigone as a Test Case.
Lykilorð:
Antigone, intermediality, adaptation, convergence culture, hybridityÚtdráttur
Rannsóknir á aðlögun bókmenntaverka að kvikmyndum hafa staðið í hálfa öld og einkum snúist um tryggð kvikmyndar við upprunaverkið, en loksins er aðlaganafræði að breytast í fræðigrein sem sny?st frekar um notkun margra mismunandi miðla og færslur milli menningarheima. Undirstaðan er ekki lengur einungis bókmennta- og kvikmyndafræði heldur mun flóknara menningarfræðilegt svið þar sem fræðimenn hafa getað tekið að láni kenningar og fræðihugtök úr víðara samhengi og ny?tt sér í rannsóknum sínum. En eins og Linda Hutcheon og aðrir hafa ny?lega bent á gæti það líka orðið greininni til framdráttar að líta á augljós tengsl hennar við líffræðileg líkön. Í greininni er fjallað um hvernig skoða má Antígónu með því að nota hugtök í erfðafræði og flokkunarfræði í víðara samhengi. Með slíkri nálgun geta rannsóknir á sviði aðlögunar vonandi beinst að því hvernig hægfara breytingar eða óvæntar stökkbreytingar eru alltaf hluti af menningarlegri heild. Á tímum þegar hægt er að miðla verkum með margs konar hætti og klæða þau í alls konar búning halda menn áfram að laga fornar sögur að ny?ju umhverfi. Antígóna, sem eitt sinn var frásögn varðveitt í munnlegri geymd, hefur verið færð í ny?jan búning í aldanna rás og upp úr verkinu hafa verið samin leikrit, óperur, skáldsögur, kvikmyndir, teiknimyndir og nútímatónlist, svo ekki sé minnst á hlutverk Antígónu í díalektískri hughyggju Hegels. Sumar sögur virðast líkt og ákveðnar lífrænar heildir geta fjölgað sér í hvers kyns umhverfi og stundum svo ört að þær líkjast veirum fremur en hryggleysingjum. Af ótvíræðri darvinskri lífsseiglu er Antígóna enn að eignast afkvæmi eftir meira en 2.500 ár.
Lykilorð: Antígóna, þvermiðlun, aðlögun, menningarsamruni, tegundablöndun