Skrifað á mörgum málum: Viðtökur Ós Pressunnar og meðlima hennar á Íslandi og erlendis

Höfundar

  • Angela Rawlings
  • Lara Hoffmann
  • Randi Stebbins

Lykilorð:

fjöltyngdar bókmenntir, innflytjendabókmenntir, frumkvöðlastörf án hagnaðar, lýðræði, útgáfugeirinn, útgáfufélag

Útdráttur

Ós Pressan varð til í íslensku bókmenntasenunni árið 2015 í framhaldi fjöltyngdrar ritstofu sem Reykjavík – bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafn Reykjavíkur stóðu fyrir. Ós Pressan gefur árlega út bókmenntatímarit sem innheldur verk eftir höfunda sem tengjast Íslandi á einn eða annan hátt og stendur fyrir vinnustofum, bókmenntaklúbbi og upplestrum með innlendum og erlendum höfundum. Í þessari ritgerð verður bókmenntafélagið, sem rekið er án ágóða, tekið sem dæmi um fjöltyngdar bókmenntir og fjallað um viðtökur þess í fjölmiðlum á Íslandi og erlendis. Við skoðum lýðræðisferlið að baki Ós Pressunni og viðtökur sem framtakið og meðlimir þess hafa fengið í fjölmiðlum og í útgáfu á Íslandi. Niðurstaða okkar er að þó að ÓS Pressunni hafi verið vel tekið og sumir meðlima hennar hafi getað hafið feril í bókmenntageiranum, þá hafi íslenskir fjölmiðlar oft stimplað Ós Pressuna sem „hina“, þ.e.a.s. með því að leggja áherslu á erlendan uppruna meðlimanna og hversu lengi þeir dveldust á Íslandi. Þessi ímynd Ós pressunnar, að hún standi einhvern veginn utan við íslenskar bókmenntir en sé ekki hluti af þeim, sýnir eina ferðina enn þær áskoranir sem þeir höfundar, sem tala ekki
íslensku sem fyrsta mál, mæta í bókmenntaheiminum á Íslandi.
Lykilorð: fjöltyngdar bókmenntir, innflytjendabókmenntir, frumkvöðlastörf
án hagnaðar, lýðræði, útgáfugeirinn, útgáfufélag

Niðurhal

Útgefið

2021-05-06

Tölublað

Kafli

Greinar