Að skyggnast í skúmaskotin. Um fjölmenningarsamfélag við Karíbahafsströnd Kostaríku í verkum Anacristina Rossi.

Höfundar

  • Hólmfríður Garðarsdóttir

Útdráttur

Í greininni er sjónum beint að menningarlegum margbreytileika samfélaga á Karíbahafsströnd Kostaríku. Skáldsögur rithöfundarins Anacristina Rossi, Limón Blues (2002) og Limón Reggae (2007) sem „vegsama fjölmenningu og blandaðan uppruna íbúa Kostaríku“85 eru skoðaðar út frá sögu, menningu, aðstæðum og sjálfsmyndum minnihlutahópa. Sjónum er sérstaklega beint að mótun sjálfsmynda íbúa af blönduðum uppruna og gerð grein fyrir ósy?nileika þeirra í ímynd þjóðarinnar. Fjallað er um bókmenntir sem mögulegt vopn í baráttunni gegn ofureinföldun veruleikans, gegn ósy?nileika lítt þekkts menningarafkima Kostaríku – og jafnvel gegn útskúfun þjóðfélagshópa. Lykilorð: Bókmenntir, Kostaríka, Anacristina Rossi, þjóðarbrot, sjálfsmyndir

Niðurhal

Útgefið

2015-01-16

Tölublað

Kafli

Þemagreinar