Marinerismos de origen nórdico en el español de América.

Höfundar

  • Erla Erlendsdóttir

Lykilorð:

orðfræði, norræn orð úr sjómannamáli, spænska, siglingar, Ameríka

Útdráttur

Á víkingatímanum gerðu norrænir menn strandhögg víða í Evrópu og í sumum löndum settust þeir að og stofnuðu ríki. Á 10. öld höfðu þeir haslað sér völl í Englandi, Írlandi og Normandí í Norður-Frakklandi. Innrásarmennirnir aðlöguðust smám saman samfélaginu sem fyrir var en þó ekki án þess að hafa áhrif á menningu þess og tungumál. Mörg orð af norrænum uppruna er að finna í ensku, írsku og normandísku, sem er málly?ska töluð í NorðurFrakklandi. Sum orðanna voru tekin upp í frönsku og úr frönsku bárust þau yfir í önnur rómönsk mál, til að mynda spænsku, portúgölsku, katalónsku, galisísku og ítölsku. Mörg tökuorðanna úr norrænu máli eru orð sem lúta á einn eða annan hátt að skipasmíðum, skipum, rá og reiða, og öðru því sem viðkemur siglingum. Í greininni er nokkrum orðum fylgt eftir úr norrænu í frönsku og þaðan yfir í spænsku. Orð af þessum uppruna bárust með landafundamönnum til Ny?ja heimsins í lok 15. aldar og í  byrjun þeirrar 16. Þar skutu þau rótum og með tíð og tíma fengu mörg hver ny?ja merkingu og notkun sem á engan hátt tengist siglingum eða skipum.

Lykilorð: orðfræði, norræn orð úr sjómannamáli, spænska, siglingar, Ameríka

Útgefið

2015-01-15

Tölublað

Kafli

Þemagreinar