Sjálfboðastarf í Brothættum byggðum

Höfundar

  • Jónína Einarsdóttir
  • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

Lykilorð:

Sjálfboðastarf; dreifbýli; vinnumarkaður.

Útdráttur

Dreifbýli Íslands er vinsæll viðkomustaður erlendra sjálfboðaliða sem gegna fjölbreyttum störfum í stað fæðis og húsnæðis. Aðilar sem ráða til sín sjálfboðaliða eru sakaðir um brot á kjarasamningum og launaþjófnað, vinni sjálfboðaliðar í efnahgslegri starfsemi og á lögbýlum. Markmið greinarinnar er að svara spurningunni: Efla sjálfboðastörf, unnin af erlendum eða innlendum sjálfboðaliðum, byggðarlög sem tóku þátt í verkefninu Brothættar byggðir eða taka þau störf frá fólki sem vildi búa þar ef atvinnutækifæri væru fyrir hendi? Gagna var aflað í fjórum byggðum sem tóku þátt í verkefninu Brothættar byggðir. Haustið 2022 og vorið 2023 voru tekin viðtöl við um 30 einstaklinga. Jafnframt voru auglýsingar greindar, þar sem óskað er eftir sjálfboðaliðum. Viðmælendur sammæltust um þá meginreglu að virða kjarasamninga og að sjálfboðaliðar gengju hvorki í störf fagfólks né skekktu samkeppni á vinnumarkaði. Skipti þá engu hvort þeir væru innlendir eða erlendir. Samhengi sjálfboða[1]starfanna þótti þó mikilvægt og sjálfsagt að víkja frá meginreglum um kjarasamninga, samkeppni og fagþekkingu ef störfin væru samfélaginu til hagsbóta og yrðu ekki framkvæmd án aðkomu sjálfboðaliða. Viðmælendur höfnuðu því að erlendir sjálfboðaliðar tækju launuð störf frá heimafólki. Þeir töldu að sjálfboðastörfin væru byggðarlögunum mikilvæg og í raun forsenda og lífæð hvers samfélag.

Um höfund (biographies)

Jónína Einarsdóttir

Prófessor við Háskóla Íslands.

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

20.12.2023

Hvernig skal vitna í

Einarsdóttir, J., & Rafnsdóttir, G. L. (2023). Sjálfboðastarf í Brothættum byggðum. Íslenska þjóðfélagið, 14(2), 26–39. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3910