Kynjakvótar og mögulegar hindranir á leið kvenna til æðstu stjórnunar

Höfundar

  • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
  • Margrét Þorvaldsdóttir

Lykilorð:

Kynjakvótar, stjórnir fyrirtækja, stjórnun, kynjajöfnuður

Útdráttur

Markmið greinarinnar er tvíþætt. Annars vegar að skoða viðhorf til kynjakvóta og kynjajöfnuðar í æðstu stjórnun fyrirtækja. Hins vegar að leita skýringa á hvað mögulega heldur konum frá stjórnun fyrirtækja. Þrjú gagnasöfn liggja til grundvallar greininni; símakönnun byggð á þjóðarúrtaki, spurningalistakönnun meðal stjórnenda og viðtöl við stjórnendur og stjórnarformenn. Niðurstöðurnar sýna að þótt almenningur og stjórnendur telji að fjölga þurfi konum við æðstu stjórnun fyrirtækja, er mikill munur á viðhorfum kynjanna til kynjakvótalaganna og ástæðna þess að fáar konur koma að æðstu stjórnun fyrirtækja. Þar sem Ísland er annað landið í heiminum til að setja lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja er mikilvægt að rannsaka þróun mála hér og meta hvort slíkir kynjakvótar séu vænlegt skref í átt til aukins kynjajafnvægis.

Um höfund (biographies)

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

Prófessor við Háskóla Ílands.

Margrét Þorvaldsdóttir

M.A. í félagsfræði.

Niðurhal

Útgefið

15.10.2023

Hvernig skal vitna í

Rafnsdóttir , G. L., & Þorvaldsdóttir, M. (2023). Kynjakvótar og mögulegar hindranir á leið kvenna til æðstu stjórnunar. Íslenska þjóðfélagið, 3(1), 57–76. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3747

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar