Upplýsingar fyrir ritrýna

Íslenska þjóðfélagið er ritrýnt tímarit með „gagnkvæmri leynd“ (e. double blind) þar sem umsagnaraðilar fá ekki upplýsingar um greinarhöfunda og greinarhöfundur ekki upplýsingar um ritrýna.


Höfundar og ritrýnar skila efni sínu gegnum OJS vefumsjónar- og ritstjórnarkerfi tímaritsins. Til að grein fáist birt í tímaritinu þarf að vera nýnæmi að efninu og það er greinarhöfunda að sýna fram á í hverju það felst. Nýnæmi getur falist í kenningarlegu framlagi, aðferðafræði og því að ný gögn séu kynnt.

Niðurstöður ritrýni geta verið:

  1. að grein sé samþykkt óbreytt;
  2. að grein sé samþykkt með athugasemdum;
  3. að athugasemdir við grein séu verulegar, en boðið að senda grein inn á ný;
  4. að grein sé hafnað.


Ritrýnar skila skriflegu áliti inn í OJS kerfið á svæði greinarinnar með rökstuddri niðurstöðu og nauðsynlegt er að þeir dragi niðurstöður sínar saman í stuttu máli.