Heiðarlegir vinnuþjarkar, hreinlátir og fljótir að læra: Um sjálfboðaliðastörf á Íslandi
Lykilorð:
aðilar vinnumarkaðarins, alþjóðavæðing vinnunnar, kjarasamningar, sjálfboðaliðastörf, sjálfboðaferðamennÚtdráttur
Á síðustu árum hafa breytingar orðið á íslenskum vinnumarkaði sem meðal annars endurspeglast í fjölgun erlends starfsfólks. Erlendir sjálfboðaliðar eru ekki taldir með í tölum um erlent starfsfólk en aðilar vinnumarkaðarins telja að þeir gangi í störf sem um gilda kjarasamningar. Meginmarkmið greinarinnar er að skoða hvort áhyggjur aðila vinnumarkaðarins af brotum á kjarasamningum vegna sjálfboðaliðastarfa eigi við rök að styðjast. Til að svara því greina höfundar hvaða verkefnum sjálfboðaliðum er ætlað að sinna, eftir hvers konar vinnuafli er falast og hvaða aðstæðum er lofað. Gögnum var safnað þann 27. febrúar með árs millibili árin 2017 og 2018 frá heimasíðunum www.workaway.info og www.helpx.net, úr 244 auglýsingum árið 2017 og 295 auglýsingum árið 2018. Niðurstöðurnar sýna að verkefni sjálfboðaliðanna voru af margvíslegum toga en þau tilheyrðu flestöll efnahagslegri starfsemi í einni eða annarri mynd sem eiga, samkvæmt aðilum vinnumarkaðarins, að lúta að minnsta kosti lágmarkskjörum viðkomandi starfsgreina. Stór hluti starfseminnar var við ýmiss konar sveitastörf og um rétt tæpur þriðjungur tengdist ferðaþjónustu. Niðurstöðurnar kalla á umræðu um stöðu verkalýðshreyfingarinnar í deilihagkerfi samtímans, sem og skilgreiningar á lykilhugtökum svo sem vinnu, frítíma, sjálfboðaliðastarfi, ferðamennsku og mörkunum þar á milli.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi
Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).