„Fenguð þið frí af Litla-Hrauni?“ Kynþáttahyggja og fordómar í garð fólks frá Litháen í upphafi 21. aldar

Höfundar

  • Kristín Loftsdóttir

Lykilorð:

fordómar, kynþáttafordómar, Litháar, vinnumarkaður

Útdráttur

Upphaf 21. aldarinnar einkenndist af miklum breytingum á íslenskum vinnumarkaði þegar þensla var mikil og hann opnaðist m.a. í auknum mæli fyrir fólki frá Austur-Evrópu. Litháen varð hluti af Evrópusambandinu árið 2004 sem jók möguleika fólks frá Litháen á að starfa víðs vegar um Evrópu. Greinin byggir á viðtölum við fólk frá Litháen og reynslu þeirra af Íslandi. Í greininni eru sérstaklega skoðaðir þeir fordóma, sem þessir hópar hafa upplifað hér á landi, og spurt hvað þeir segi um kynþáttafordóma í víðu samhengi í Evrópu og Norður-Ameríku. Umræða um Litháa hér á landi er jafnframt sett í samhengi við fordóma sem Litháar hafa orðið fyrir í öðrum Evrópulöndum þar sem þeir hafa upplifað kynþáttafordóma. Í greininni er lögð áhersla á að fordómar stafi ekki eingöngu af vanþekkingu eða sé ekki bergmál eldri hugmynda heldur er þeim á virkan hátt viðhaldið eða þeir endurskapaðir í samtímanum í stefnum og áherslum stjórnvalda og annarra stofnana samfélagsins.

Um höfund (biography)

Kristín Loftsdóttir

Prófessor við Háskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

22.10.2023

Hvernig skal vitna í

Loftsdóttir, K. (2023). „Fenguð þið frí af Litla-Hrauni?“ Kynþáttahyggja og fordómar í garð fólks frá Litháen í upphafi 21. aldar. Íslenska þjóðfélagið, 10(2), 80–96. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3893