Staða kynjanna fyrir og eftir opnun Héðinsfjarðarganga: Samgöngur, viðhorf til vinnumarkaðar og verkaskipting á heimilum

Höfundar

  • Andrea Hjálmsdóttir
  • Atli Hafþórsson

Lykilorð:

Jafnrétti kynjanna, samgöngur, vinnumarkaður, verkaskipting

Útdráttur

Í þessari grein er fjallað um áhrif Héðinsfjarðarganga á líf karla og kvenna í Fjallabyggð byggt á niðurstöðum íbúakannana sem lagðar voru fyrir í sveitarfélaginu 2009 og 2012. Áhrifin eru skoðuð út frá stöðu kynjanna í sveitarfélaginu og þeim breytingum sem göngin hafa haft í för með sér á hana og viðhorfum kynjanna. Í ljós komu áhugaverðar breytingar á þeim tíma sem konur og karla verja til ferða innan og utan Fjallabyggðar þar sem saman dregur með kynjunum því konur hafa aukið töluvert ferðatíma sinn. Ljóst má vera að þær miklu væntingar sem íbúar höfðu gert til breytinga á vinnumarkaði hafa ekki gengið eftir miðað við niðurstöður rannsóknarinnar en jákvæðar vísbendingar eru um jafnari verkaskiptingu á heimilum á milli kannana. Fyrstu vísbendingar um þróun samfélagsins í Fjallabyggð eftir opnun ganganna út frá kynjafræðilegu sjónarhorni gefa því ekki tilefni til að ætla að þau styrki í sessi hefðbundna verkaskiptingu kynjanna.

Um höfund (biographies)

  • Andrea Hjálmsdóttir

    Lektor við Háskólann á Akureyri.

  • Atli Hafþórsson

    M.A.-nemi við Háskóla íslands.

Niðurhal

Útgefið

02.10.2015

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar

Hvernig skal vitna í

Staða kynjanna fyrir og eftir opnun Héðinsfjarðarganga: Samgöngur, viðhorf til vinnumarkaðar og verkaskipting á heimilum. (2015). Íslenska þjóðfélagið, 6(1), 53-76. https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3769

Svipaðar greinar

1-10 af 20

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.