Sveigjanlegur vinnumarkaður og harkvinna erlends starfsfólks á Íslandi

Höfundar

  • Unnur Dís Skaptadóttir
  • Anna Wojtyńska

Lykilorð:

Erlent starfsfólk, vinnumarkaður, harkstétt, starfsmannaleigur

Útdráttur

Á síðustu áratugum hefur erlendu fólki fjölgað mikið á íslenskum vinnumarkaði. Stór hluti þess hefur komið til að vinna í láglaunastörfum í vaxandi ferðaþjónustu, í byggingariðnaði og framleiðslu- og umönnunarstörfum. Ráðningum í gegnum ráðningar- og þjónustufyrirtæki hefur fjölgað. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á stöðu erlends láglaunafólks á íslenskum vinnumarkaði. Umfjöllunin byggir á etnógrafískri rannsókn sem felur meðal annars í sér viðtöl við einstaklinga sem hafa þekkingu á þessum málum vegna starfa sinna. Helstu niðurstöður leiða í ljós að viðmælendur upplifa miklar breytingar á vinnumarkaði sem felast meðal annars í að brot á réttindum erlends starfsfólks eru algengari en áður. Jafnframt er erfiðara fyrir verkalýðsfélög en áður að hafa eftirlit með brotunum vegna mismunandi ráðningarforma.

Um höfund (biographies)

  • Unnur Dís Skaptadóttir

    Prófessor við Háskóla Íslands.

  • Anna Wojtyńska

    Doktorsnemi við H´áskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

22.10.2023

Svipaðar greinar

1-10 af 11

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.