Sveigjanlegur vinnumarkaður og harkvinna erlends starfsfólks á Íslandi
Lykilorð:
Erlent starfsfólk, vinnumarkaður, harkstétt, starfsmannaleigurÚtdráttur
Á síðustu áratugum hefur erlendu fólki fjölgað mikið á íslenskum vinnumarkaði. Stór hluti þess hefur komið til að vinna í láglaunastörfum í vaxandi ferðaþjónustu, í byggingariðnaði og framleiðslu- og umönnunarstörfum. Ráðningum í gegnum ráðningar- og þjónustufyrirtæki hefur fjölgað. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á stöðu erlends láglaunafólks á íslenskum vinnumarkaði. Umfjöllunin byggir á etnógrafískri rannsókn sem felur meðal annars í sér viðtöl við einstaklinga sem hafa þekkingu á þessum málum vegna starfa sinna. Helstu niðurstöður leiða í ljós að viðmælendur upplifa miklar breytingar á vinnumarkaði sem felast meðal annars í að brot á réttindum erlends starfsfólks eru algengari en áður. Jafnframt er erfiðara fyrir verkalýðsfélög en áður að hafa eftirlit með brotunum vegna mismunandi ráðningarforma.
Niðurhal
Útgefið
Hvernig skal vitna í
Tölublað
Kafli
Leyfi

Greinar í tímaritnu eru gefnar út undir leyfinu(Creative Commons Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International License).