Sveigjanlegur vinnumarkaður og harkvinna erlends starfsfólks á Íslandi

Höfundar

  • Unnur Dís Skaptadóttir
  • Anna Wojtyńska

Lykilorð:

Erlent starfsfólk, vinnumarkaður, harkstétt, starfsmannaleigur

Útdráttur

Á síðustu áratugum hefur erlendu fólki fjölgað mikið á íslenskum vinnumarkaði. Stór hluti þess hefur komið til að vinna í láglaunastörfum í vaxandi ferðaþjónustu, í byggingariðnaði og framleiðslu- og umönnunarstörfum. Ráðningum í gegnum ráðningar- og þjónustufyrirtæki hefur fjölgað. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á stöðu erlends láglaunafólks á íslenskum vinnumarkaði. Umfjöllunin byggir á etnógrafískri rannsókn sem felur meðal annars í sér viðtöl við einstaklinga sem hafa þekkingu á þessum málum vegna starfa sinna. Helstu niðurstöður leiða í ljós að viðmælendur upplifa miklar breytingar á vinnumarkaði sem felast meðal annars í að brot á réttindum erlends starfsfólks eru algengari en áður. Jafnframt er erfiðara fyrir verkalýðsfélög en áður að hafa eftirlit með brotunum vegna mismunandi ráðningarforma.

Um höfund (biographies)

Unnur Dís Skaptadóttir

Prófessor við Háskóla Íslands.

Anna Wojtyńska

Doktorsnemi við H´áskóla Íslands.

Niðurhal

Útgefið

22.10.2023

Hvernig skal vitna í

Skaptadóttir, U. D., & Wojtyńska, A. (2023). Sveigjanlegur vinnumarkaður og harkvinna erlends starfsfólks á Íslandi. Íslenska þjóðfélagið, 10(2), 14–28. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3890

Svipaðar greinar

1 2 > >> 

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.