Vinnufyrirkomulag og líðan í kjölfar kreppu

Yfirlitsgrein

Höfundar

  • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
  • Ásta Snorradóttir
  • Hjördís Sigursteinsdóttir

Lykilorð:

Efnahagskreppa, vinnutengd heilsa, veikindafjarvistir, samskipti, kynjamunur

Útdráttur

Á vettvangi félagsfræðinnar hefur talsvert verið fjallað um atvinnuleysi og áhrif þess á einstaklinga og samfélög. Lítið hefur hins vegar verið fjallað um tengsl samdráttar í rekstri við óöryggi, álag og vanlíðan starfsfólks sem heldur starfi sínu. Í þessari yfirlitsgrein verður fjallað um íslenskar rannsóknir sem hafa bætt úr þessu með því að rannsaka vinnufyrirkomulag og líðan starfsfólks fjármálafyrirtækja (banka og sparisjóða) og sveitarfélaga (grunnskóla- og leikskólakennara, starfsfólks í öldrunarþjónustu og á sambýlum) hér á landi í kjölfar efnahagskreppunnar sem hófst haustið 2008. Rannsóknirnar, sem byggja á eigindlegum (qualitative) og megindlegum (quantitative) gögnum, sýna að fjármálahrunið á Íslandi hafði í för með sér umtalsverða aukningu á vanlíðan, veikindafjarvistum og samskiptavandamálum meðal þeirra sem ekki misstu vinnuna. Starfsfólk deilda og stofnana sem hafa orðið fyrir beinum niðurskurði eða miklum breytingum á frekar en annað starfsfólk á hættu að verða veikt eða finna fyrir ýmiss konar vanlíðan og samskiptavandamálum á vinnustað. Því er mikilvægt að efla starf sem miðar að heilbrigðu fyrirkomulagi vinnu sem og heilsueflingu í kjölfar efnahagsþrenginga. Á það einkum við um þá sem vinna þar sem miklar skipulagsbreytingar hafa átt sér stað og þar sem starfsfólki hefur verið sagt upp.

Um höfund (biographies)

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

Prófessor við Háskóla Íslands.

Ásta Snorradóttir

Fagstjóri í Rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlits ríkisins og kennari við Háskóla Íslands.

Hjördís Sigursteinsdóttir

Aðjúnkt við Háskólann á Akureyri.

Niðurhal

Útgefið

15.10.2023

Hvernig skal vitna í

Rafnsdóttir, G. L., Snorradóttir, Ásta, & Sigursteinsdóttir, H. (2023). Vinnufyrirkomulag og líðan í kjölfar kreppu: Yfirlitsgrein. Íslenska þjóðfélagið, 5(2), 39–56. Sótt af https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3762

Tölublað

Kafli

Fræðigreinar