Vinnufyrirkomulag og líðan í kjölfar kreppu

Yfirlitsgrein

Höfundar

  • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir
  • Ásta Snorradóttir
  • Hjördís Sigursteinsdóttir

Lykilorð:

Efnahagskreppa, vinnutengd heilsa, veikindafjarvistir, samskipti, kynjamunur

Útdráttur

Á vettvangi félagsfræðinnar hefur talsvert verið fjallað um atvinnuleysi og áhrif þess á einstaklinga og samfélög. Lítið hefur hins vegar verið fjallað um tengsl samdráttar í rekstri við óöryggi, álag og vanlíðan starfsfólks sem heldur starfi sínu. Í þessari yfirlitsgrein verður fjallað um íslenskar rannsóknir sem hafa bætt úr þessu með því að rannsaka vinnufyrirkomulag og líðan starfsfólks fjármálafyrirtækja (banka og sparisjóða) og sveitarfélaga (grunnskóla- og leikskólakennara, starfsfólks í öldrunarþjónustu og á sambýlum) hér á landi í kjölfar efnahagskreppunnar sem hófst haustið 2008. Rannsóknirnar, sem byggja á eigindlegum (qualitative) og megindlegum (quantitative) gögnum, sýna að fjármálahrunið á Íslandi hafði í för með sér umtalsverða aukningu á vanlíðan, veikindafjarvistum og samskiptavandamálum meðal þeirra sem ekki misstu vinnuna. Starfsfólk deilda og stofnana sem hafa orðið fyrir beinum niðurskurði eða miklum breytingum á frekar en annað starfsfólk á hættu að verða veikt eða finna fyrir ýmiss konar vanlíðan og samskiptavandamálum á vinnustað. Því er mikilvægt að efla starf sem miðar að heilbrigðu fyrirkomulagi vinnu sem og heilsueflingu í kjölfar efnahagsþrenginga. Á það einkum við um þá sem vinna þar sem miklar skipulagsbreytingar hafa átt sér stað og þar sem starfsfólki hefur verið sagt upp.

Um höfund (biographies)

  • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

    Prófessor við Háskóla Íslands.

  • Ásta Snorradóttir

    Fagstjóri í Rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlits ríkisins og kennari við Háskóla Íslands.

  • Hjördís Sigursteinsdóttir

    Aðjúnkt við Háskólann á Akureyri.

Niðurhal

Útgefið

15.10.2023

Svipaðar greinar

1-10 af 11

Þú gætir nýtt þér Hefja ítarlega líkindaleit fyrir þessa grein.